Skipulags- og byggingarráð

22. mars 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 593

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmenna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Guðrún Guðmundsdóttir arkittekt og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitek fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmenna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Guðrún Guðmundsdóttir arkittekt og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitek fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Deiliskipulag fyrir þéttingarsvæði tekið til umræðu.

      Skipulag- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman upplýsingar um helstu atriði sem snerta samfélagslega innviði með tilliti til þéttingar byggða eins og hún er sett fram í skýrslu starfshóps um þéttingu.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

      Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 3. mars 2016 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. febrúar sl. var fallist á fyrirliggjandi tillögu með athugasemdu jafnframt því að óskað var eftir að sýnd sé sneiðing í gegnum allt svæðið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu.
      Lögð fram umbeðin sneiðing dags. 3. mars 2016.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir þrívíddarásýnd af svæðinu og gerð sé grein fyrir tengslum við nánasta umhverfi.

    • 1603415 – Hraunbrún, garðplöntusala

      Marín Ásmundsdóttir óskar í tölvupósti dags. 10. mars 2016 eftir lóð undir garðplöntusölu við Hraunbrún þar sem bærinn er með garðplöntugeymslu, þar var eitt sinn garðyrkjustöð.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið en það kallar á breytingu á deiliskipulagi.
      Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að ræða nánar við umsækjanda.

    • 1603168 – Suðurhella 6, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Getssonar dags. 7. mars 2016 þar sem óska er eftir að byggja svalir á austur- og vesturhlið iðnaðarhússins að Suðurhellu 6

      Lagt fram til kynningar.

    • 1603323 – Kvistavellir 10-16, deiliskipulagsbreyting

      Reynir Einarsson leggur fram fyrirspurn f.h. ER húsa ehf dags.11.03.2016, um hvort heimilað verði að breyta deiliskipulagi lóðanna við Kvistavelli 10-16 úr 2ja hæða húsum í eina hæð.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15.12.2015 var erindið kynnt og tók ráðið jákvætt í eridið með fyrirvara um frekari skýringar á erindinu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytt deiliskipulag að ofangreindri lóð með vísan til 2. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Vegtengingar milli hverfanna og forgangsröðun teknar til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða fleiri valkosti varðandi tengingar á milli hverfa.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Lagt fram bréf Meistarafélags iðnaðarmanna i Hafnarfirði dags. 15. mars 2016 með athugasemdum við skipulagstillöguna.
      Einnig athugasemd framkvæmda- og rekstrardeildar varðandi opin svæði í deiliskipulaginu.

      Lagt fram, athugasemdafresti lýkur 4 apríl n.k.

    Fyrirspurnir

    • 1603215 – Tjarnarvellir 5, hjólahýsaleiga

      Lögð fram fyrirspurn JFK fasteigna ehf send í tölvupósti 9. mars sl. um tímabundið leyfi fyrir hjólahýsaleigu á bílaplani við Tjarnarvelli 5

      Skipulags- og byggingarráð getur ekki orðið við fyrirspurninni með vísan til skilmála deiliskipulags hvað varðar bílastæði.

    Fundargerðir

    • 16011235 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins frá 19.2 sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1603004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 603

      Lagt fram til kynningar.

    • 1603010F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 604

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt