Skipulags- og byggingarráð

3. maí 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 597

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Helga Stefánsdótti aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Helga Stefánsdótti aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1604124 – Krýsuvíkurvegur, tenging við Selhellu

   Lögð fram skýrsla Vegagerðarinnar um umferðaröryggismat og tengingu við Krýsuvíkurveg og Reykjanesbraut.
   Baldvin Einarsson og Bergþóra Kristinsdóttir frá verkfræðistofunni EFlu mættu á fundinn og kynntu tillögu að tengingu.

   Skipulags- og byggignarráð felur umvherfis- og skipulagsþjónustu að láta vinna deiliskipulagstillögu í samræmi við tillögu 1A frá Eflu.

  • 1511189 – Hverfisgata 14, bílastæði

   Tekið fyrir að nýju erindi Guðrúnar B. Þórsdóttur um að fá lóðarstækkun til að geta komið fyrir bílastæði inn á lóð.

   Afgreiðslu frestað og umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna að úttekt á almennum bílastæðum í götunni.

  • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

   Deiliskipulagið Miðbær Hraun vestur tekið fyrir að nýju með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar við greinargerð með skipulaginu dags. 18. september 2015.

   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar breytti á fundi sínum 27.05.2015 markmiði um að ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu þannig að „heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
   Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi.“

   Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarsjtórn:
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðr samþykkir að síðasta málsgreinin í ofangreindum texta í skipulagsskilmálum fyrir deilskipulag Miðbær Hraun vestur: ” Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi.“ falli brott.

   Skipulags- og byggingarráð vísar jafnframt til þeirrar vinnu sem í gangi er við gerð reglna um bílastæði og bílastæðasjóð í Hafnarfirði.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   Lögð fram tillaga að nýrri legu Ásvallabrautar við Ásland 3.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna áfram að tillögu C og breytingu á deiliskipulagi með hliðsjón af því.

  • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

   Lögð fram lýsing að deiliskipulagi fyrir Kaldárselsveg í Hafnarfirði vegna breyttrar legu og nýrra gatnamóta á Kaldárselsvegi frá Sörlatorgi við Reykjanesbraut að Ásvallabraut og inn fyrir Hlíðarþúfur.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna breytingu á deiliskipulagi með hliðsjón af tillögu C í dagskrárlið 5.

  • 1604358 – Hvaleyrarbraut 12, fyrirspurn

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 20. apríl sl. visaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:
   Sýningaljós slf. leggja 18.04.16 inn fyrirspurn um tillögur um byggingu iðnaðar- og þjónustubyggingar á lóðinni.

   Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagbreytingu á sinn kostnað.

  • 1502476 – Hringbraut, Suðurbæjarlaug, lóð undir heilsuræktarstöð

   Tekið fyrir að nýju erindi frá febrúar 2015 en bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa í mars 2015.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl.

   Skipulags- og byggignarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og telur ekki unnt að verða við erindinu.

  • 1503502 – Hringbraut 77, Suðurbæjarlaug, GYM heilsa, lóðarumsókn

   Tekið fyrir að nýju.
   Lögð fram umsókn Gym heilsu ehf um lóð við Suðurbæjarlaug dags. 24. mars 2015. Bæjarráð vísaði umsókninni til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl.

   Skipulags- og byggignarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og telur ekki unnt að verða við erindinu.

  • 1603181 – Hringbraut, lóðarumsókn

   Á fundi bæjarráðs 10.3. sl. var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs um eftirfarandi erindi:
   Lagt fram bréf dags. 7.mars sl. frá Spor í sandinn, þar sem óskað er eftir kaup eða leigu á lóð undir BioDome Hafnarfjörður.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl.

   Skipulags- og byggignarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og telur ekki unnt að verða við erindinu.

  • 1312019 – Hraðlest, fluglest

   Tekin fyrir að nýju drög að samningi um hraðlest sem bæjarráð vísaði til umsagnar 7. apríl sl.

   Skipulags- og byggingarráð bendir á að í svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir borgarlínu sem mun fara svipaða leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og fyrirhuguð hraðlest. Undirbúningur borgarlínunar er þegar hafinn og leggur skipulags- og byggingarráð til að ekki verði teknar ákvarðanir varðandi hraðlest á meðan unnið er að borgarlínunni.

  • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

   Lagt fram bréf Garðyrkju ehf dags. 25. apríl 2016 varðandi afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 5. apríl sl. á erindi fyrirtækisins um uppbyggingu á svæðinu.

   Lagt fram, afgreiðslu frestað.

  • 1604577 – Bátaskýlin við Lónsbraut, umgegni

   Umgegni við bátaskýlin við Lónsbraut tekin til umfjöllunar en borist hafa kvartanir vegna þessa.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir drög byggingarfulltrúa að bréfi og styður hverjar þær aðgerðir til að sómi sé af umhverfinu við lónið. Jafnframt lýsir skipulags- og byggingarráð hneykslan sinni á ömurlegri umgengni eigenda bátaskýla við Hvaleyrarlón sem er friðlýstur fólkvangur og er hrópandi lítilsvirðing við umhverfið og samfélagið í Hafnarfirði.
   Jafnframt beinir skipulags- og byggingarráð því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða hvort ástæða sé til að vísa málinu til lögreglurannsóknar.

  Fyrirspurnir

  • 1603578 – Seltún/Krýsuvík, stöðuleyfi

   Augnablik ehf sækir um stöðuleyfi fyrir grillvagn sem staðsettur yrði við Seltún í Krýsuvíkí Krýsuvík.
   Umsagnir menningar- og ferðamálanefndar og stjórnar Reykjanesfólkvangs liggja fyrir.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsókn Augnabliks ehf um stöðuleyfi fyrir grillvagn.
   Jafnframt felur skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða reglur varðandi úthlutun leyfa vegna greiðarsölu á svæðinu.

  Fundargerðir

  • 1604011F – Undirbúningshópur umferðarmála - 76

   Lögð fram fundargerð undirbúningshóps umferðarmála nr. 76

   Lagt fram til kynningar.

  • 1604019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 609

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. apríl sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1604025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 610

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27. apríl sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt