Skipulags- og byggingarráð

17. maí 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 598

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1507189 – Herjólfsgata 36-40, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi KRST lögmannsstofu f.h. Morgan ehf frá 11. nóvember sl. varðandi breytingu á sal að Herjólfsgötu 38 í íbúð. Ennfremur er lagt fram samkomulag Húsfélagsins að Herjólfsgötu 36-40 og Morgans ehf dags. 10.05.2016 er varðar samþykkt á að breyta sal í íbúð.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

      Tekin til umfjöllunar breyting á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar varðandi afrétt Álftaneshrepps hins forna sem úrskurðarður var innan staðarmarka Hafnarfjarðar. Vatnsverndarmörk verða leiðrétt samhliða þessari breytingu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gera breytingu á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar. Vatnsverndarmörk verða leiðrétt samhliða þessari breytingu.

    • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

      Lögð fram drög að skipulagslýsing fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar dags. 3.5.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda skipulagslýsinguna í auglýsingu í samræmi við skipulagslög nr.123/2010.

    • 1511152 – Skipalón 3, nýtt deiliskipulag

      Tekin fyrir ný tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir ofangreinda lóð dags. 29.04.2016, ásamt erindi höfundar með sömu dags.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að kynna húsfélögum á Skipalóni 1-5 tillöguna.

    • 1506156 – Dalsás 2, sorp

      Úrbætur varðandi staðsetningu sorpíláta við ofangreinda húseign teknar til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að hönnuður hússins leysi sorpgerðið á bílatæðum framan við núverandi sorpgerði að Dalsási 2. Vakin skal athygli á gr. 6.12.8 í byggingarreglugerð.

    • 16011233 – Tjarnarvellir 11, breyting

      Sigurður Hallgrímsson arkitekt óskar eftir f.h. Regins ehf að breyta deiliskipulagi við Tjarnarvelli 11 í þá veru að bílastæði á milli bygginganna verði felld niður og svæðið merkt athafna-og öryggissvæði til þess að koma til móts við þær kröfur sem gerðar eru um öryggi umhverfis bygginguna.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      Vinna við deiliskipulag svæðisins tekin til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggignarráð leggur áherslu á að ofangreint skipulag verði forgangsverkefni á skipulagsdeild.

    • 1605239 – Hjallabraut, Hringbraut. Möguleiki á nýtingu lóða við götur.

      Kynntir möguleikar á uppbyggingu lóða á ofangreindum svæðum.

      Skipulags- og bygghingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu og skoða jafnframt umferðarmál á Hjallabrautarsvæðinu.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Lögð fram ný ódags. tillaga Arkþings að uppbyggingu fyrir ofangreindar lóðir.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1605003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 611

      Lögð fram fundargerð afgeiðslufundar frá 4.5. sl.

      Lagt fram.til kynningar.

    • 1605009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 612

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 11.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt