Skipulags- og byggingarráð

22. september 2016 kl. 16:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 605

Mætt til fundar

  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1609257 – Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1.

      Efla verkfræðistofa í umboði Landsnets óskar eftir að breyta deiliskipulagi í Undirhlíðanámu vegna raflína skv. meðfylgjandi gögnum. Matslýsing liggur fyrir skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
      Skipulags- og byggingarfulltrúar vísuðu erindinu í skipulags-og byggingarráð á fundi sínum 14. sept. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð leggur eftirfarandi til við bæjarsjtórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi lýsingu og meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Tekin fyrir að nýju tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010.

      Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016. Svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags 04.03.2016 ásamt uppdrætti var samþykkt á fundi ráðsins þann 08.03.2016.

      Skipulags- og byggignarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa frá 4.3.2016 og leggur eftirfarandi til við bæjarsjtórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi tillögu og henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

      Tekin fyrir að nýju tenging Herjólfsbrautar við Álftanesveg en Garðabær er að auglýsa breytingu á deiliskipulagi þar sem sýnd er lokun á Áftanesvegi við Herjólfsbraut.

      Skipulags- og byggingarráð mótmælti þessum fyrirætlunum á fundi sínum 17. nóvember sl.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á lokun Herjólfsgötu við Garðahraunsveg (gamla Álftarnesveg) sem kemur fram í auglýsingu um tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðahrauns.

      Tillagan er hvorki í samræmi við gildandi aðalskipulag Garðabæjar né eru gögn sem styðja við þessa ákvörðun, eins og umferðargreining eða umferðatalning.

      Nái tillagan fram að ganga mun hún hafa áhrif á fjölmarga íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar, vist- og starfsmenn Hrafnistu auk þess sem viðbragðtími slökkvi- og sjúkraliðs lengist verulega inn á þetta svæði. Skipulags- og byggingarráð skorar á bæjaryfirvöld í Garðabæ að falla frá fyrirhuguðum breytingum.

      Jafnframt felur skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna greinargerð og athugasemdir vegna fyrirliggjandi tillögu í samræmi við auglýstan athugasemdafrest.

    • 1606515 – Vesturbær, húsaskráning

      Skipulags- og byggingarráð fól á fundi sínum þan 9. ágúst s.l. skipulags- og umhverfisþjónustu að ganga frá umsókn til Minjastofnunar Íslands um verndarsvæði í byggð.
      Lagt fram bréf Minjastofnunar dags. 14.09.2016 þar sem fram kemur að fengist hefur styrkur í verkefnið.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1609001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 629

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipu.lags- og byggingarfulltrúa frá 7.9. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1609008F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 630

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 14. 9. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt