Skipulags- og byggingarráð

4. október 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 606

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608834 – Hverfisgata 4b, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 7. september sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:
      Guðjón Steinar Garðarsson leggur inn fyrirspurn 29.08.2016 um breytingu á lóðamörkum á Hverfisgötu 4b og 6b.

      Skipulags- og byggingaráð heimilar lóðarhöfum Hverfisgötu 4b og Hverfisgötu 6b að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulag á sinn kostnað. Athygli umsækjanda er vakinn á minnisblaði umhverfis- og skipulagsþjónustu frá 6. sept. s.l.

    • 1609256 – Vesturvangur 46 stækkun

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 14. september sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:
      Fyrir hönd eigenda leggur Sunna Dóra Sigurjónsdóttir arkitekt inn fyrirspurn vegna stækkunar á húsinu við Vesturvang 46. Stækkun er bakatil á húsi og fer yfir byggingarlínu. Óskað er eftir svari frá skipulags- og byggingarfulltrúa hvort hægt sé að fallast á stækkun eins og meðfylgjandi uppdráttur/skissa sýnir.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir mögulega stækkun hússins að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

      Bæjarráð óskaði 19.05.2016 eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu. Umsögn skipulagsfulltrúa var lögð fram á fundi bæjarráðs 2.06.2016. Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn fjölskylduráðs.

      Fjölskylduráð tók málið fyrir á fundi sínum 20.06.2016:
      Fjölskylduráð gerði ekki athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar væntanlegum lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað sem tekur mið af því að parhúsarlóðin breytist í þriggja íbúða raðhús.

    • 1607487 – Vörðustígur 2, stækkun lóðar

      Magný K Jónsdóttir og Reynir Sigurðsson sækja um stækkun á lóð sinni Vörðustíg 2 um ca 34 m2, sbr meðfl.litað mæliblað.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun fyrir sitt leyti með vísan til minnisblaðs umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 21. sept. 2016 og leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir umbeðna lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og nánari skilmála skipulags- og byggignarfulltrúa.”

    • 1608406 – Skipulags- og byggingarráð, vinnufundir

      Fyrirkomulag vinnufunda tekið til umfjöllunar.

      Stefnt að aukafundi í næstu viku.

    • 1609587 – Norðurhella 17, breyting í gistiheimili

      Hraunbraut ehf sækja 26.09.16 um að breyta húsi í gistiíbúðir samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssoanr dags. 21.09.16.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    • 1609586 – Norðurhella 19, fyrirspurn

      Hraunbraut ehf leggja 26.09.16 fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir að fá að stækka byggignareit til suðurs á lóðinni.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mættu til fundarins og kynntu áframhaldandi vinnu og athuganir á breyttu deiliskipulagi 2. áfanga.

      Til kynningar.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Gerð grein fyrir útreikningum vegna umferðarhávaða.

      Til upplýsinga.

    • 1407048 – Þétting byggðar, faglegur starfshópur

      Lagðar fram hugmyndir að aðalskipulagsbreytingum m.t.t greinagerðar um þéttingu byggðar.

      Lagt fram til umræðu.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Kynntar athuganir á byggingarmöguleikum við Hjallabraut og endurgerð við Suðurgötu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnið verði að deiliskipulagsbreytingum á Hjallabraut og Suðurgötu 44 í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir.

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Á fundi hafnarstjórnar þann 30.09.2016 var eftirfarandi samþykkt:
      Hafnarstjórn samþykkir að skipaður verði 5 manna sameiginlegur starfshópur með skipulags- og byggingaráði til að vinna að nánari undirbúningi og útfærslu á samkeppnislýsingu með hliðsjón af nýlega samþykktri skipulagslýsingu af svæðinu. Í starfshópnum eigi sæti 2 fulltrúar Hafnarstjórnar og 3 frá skipulags- og byggingaráði. Með hópnum starfi hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi. Samþykkt að fulltrúar hafnarstjórnar verði Unnur Lára Bryde og Gylfi Ingvarsson.
      Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 13.09.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar frá 30. sept. s.l.
      Samþykkt að fulltrúar skipulags- og byggingarráðs verði:
      Ólafur Ingi Tómasson
      Borghildur Sturludóttir
      Júlíus Andri Þórðarson

    • 1606375 – Óseyrarbraut, Fornubúðir, gatnamót

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti á fundi 8.7. s.l. tillögur að útfærslu og lagfæringum á gatnamótum Óseyrarbrautar og Fornubúða.
      Tillagan þarfnast óverulegrar deiliskipulagsbreytingar og grenndarkynningar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytinguna og að henni verði lokið í samræmi við 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga 123/2010

    • 1609573 – Hverfisgata 49, fyrirspurn

      Lögð fram umsókn Þorbjörns Inga Stefánssonar send í tölvupósti 13.9. s.l. varðandi stækkun á ofangreindri lóð og byggingu nýs hús.
      Lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags.23.9. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð synar erindinu með vísan í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 23.09.2016.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Farið yfir rekstraráætlun og helstu verkefni.

      Lagt fram til umræðu.

    • 1609633 – Álhella 1, breytt hlutverk

      Lagt fram erindi Meiriháttar ehf dags. 28.9. 2016 varðandi breytta skilgreiningu á ofangreindri lóð. Er skilgreind sem lóð fyrir veitubyggingu en yrði lóð fyrir iðnað eftir breytingu.

      Skipulags- og byggingarráð beinir því til bréfritara að leggja inn til byggingarfulltrúa til samþykktar nýja aðaluppdrætti ásamt skráningu til að umbeðin breyting geti gengið fram.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Deiliskipulag lóðanna við Stapahraun 11-12 í Hafnarfirði

      Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 9.6.2106, greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.6.2016 og deiliskipulagsuppdrátt NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 14.7.2016 að auglýsa tillögu að deililskipulagi Stapahrauns 11 – 12 á ný með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Breytingin felst í því að lóðirnar Stapahraun 11 og 12 verða sameinaðar og götustæði styttist. Nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0.75. Tillagan var auglýst frá 20.07.2016-31.08.2016. Viðbótarfrestur var veittur til að koma á framfæri athugasemdum. Viðbótarfrestur rann út þann 27 sept s.l. Engar athugasemdir bárust.
      Tillagan hafði verið auglýst áður frá 28.12.2015-08.02.2016.
      Ein athugasemd barst þá.

      Skipulags- og byggignarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa frá 4.3.2016, málsmeðferð vegna bréfs skipulagsstofnunar frá 9.6.2016 og leggur eftirfarandi til við bæjarsjtórn:
      ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi tillögu og að henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.’

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Gunnar Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
      Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn.

      Með bréfi dags. 14.07.2016 óskuðu eigendur Hamarsbrautar 8 eftir fresti til að skila inn athugasemdum til 16.09. n.k. Orðið var við þeirri beiðni. Athugasemdir bárust frá fimm aðliggjandi húsum við Hellu- og Hamarsbraut með bréfi dags. 23.09.2016..

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna umsögn um athugasemdirnar.

    • 1609671 – Selhella 7, breyting á byggingarreit

      Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar dags. 29.9.2016 þar sem hann f.h. lóðarhafa sækir um að breytta lögun og stærð byggingarreits á ofangreindri lóð.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1609649 – Breiðhella 18-20, breyting á deiliskipulagi

      Með umsókn dags. 28.09.2016, óskar Breiðhella ehf eftir að sameina lóðirnar Breiðhella 18 og Breiðhella 20, breyta byggingarreit og innkeyrslu á hina sameinuðu lóð.
      Lagður fram uppdráttur Batterísins dags. 31.08.2016.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað.

    Fundargerðir

    • 1609016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 631

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggignarfulltrúa frá 21. september s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt