Skipulags- og byggingarráð

18. október 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 608

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.08. s.l. var skipulagsfulltrúa falið að leggja fram tillögu um málsmeðferð varðandi framtíðarnýtingu, byggða á deiliskipulagsforsögn sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. 02.2016.
      Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 17.10.2016.

      Lagt fram.

    • 1608407 – Vellir vegtengingar, hagkvæmniúttekt

      Vilhjámur Hilmarsson, Ólöf Kristjánsdóttir og Albert Skarpéðinsson f.h. Mannvits ehf., kynntu vinnu við hagkvæmniúttekt á vegtengingum við Velli.

      Kynning.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Fjárhagsáætlun vegna skipulags- og byggingarmála tekin til umfjöllunar að nýju.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

    • 1609616 – Umhverfis- og skipulagsþjónusta, gjaldskrár 2017

      Lögð fram tillaga að breytingum á þjónustugjaldskrá skipulags-og byggingarfulltrúa.
      Lilja Ólafsdóttir mætti og kynnti breytingarnar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

    • 1610074 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013 - 2025

      Aðalskipulag Hafnarfjarðar tekið til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að vinnulagi vegna breytinga á aðalskipulagi.

    • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi 28.6. 2016 eftir úrdrátt að fela eftirfarandi aðilum að vinna að hugmyndum að byggðaþróun svæðisins í samræmi við auglýsingu í Fréttablaðinu 21.6. sl.:
      Krads, Gylfi & félagar, Basalt-Efla-Steinholt, Archus-Guðm. Gunnl. og Björn Ólafs, Úti og inni.
      Skilafrestur var til 6.10 s.l.
      Lagðar fram innkomnar tillögur.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

      Lagt fram.

    • 1609447 – Hundagerði, erindi

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5. október s.l. var eftirfarandi erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs:
      “Lagt fram erindi Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar dags. 16.9. 2016 varðandi hundagerði”

      Skipulags- og byggingarráð telur ekki unnt að veröa við erindinu á umræddum stað þar sem fyrir liggur að deiliskipuleggja á svæðið en bendir á að eðlilegt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir hundagerði.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Tekið fyrir á ný erindi Gunnars Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, sem óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
      Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn. Athugasemdir bárust með bréfi dags. 23.09.2016.

      Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna umsögn um athugasemdirnar.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulgsfulltrúar dags. 17.10. 2016 fyrir sitt leyti með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henn i verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1609587 – Norðurhella 17, breyting í gistiheimili

      Tekið fyrir á ný erindi Hraunbrautar ehf, dags. 26.09.16, um leyfi til að breyta húsi í gistiíbúðir samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssoanr dags. 21.09.16. Erindinu var frestað þann 04.10.2016.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1609586 – Norðurhella 19, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Hraunbrautar ehf dags. 26.09.16 þar sem óskað er eftir að fá að stækka byggingareit til suðurs á lóðinni.
      Erindinu var frestað á fundi 4.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.

    • 1608420 – Suðurbæjarlaug, strandblakvellir

      Tekið fyrir að nýju erindi Jónasar Þórs Oddssonar f.h. áhugafólks um strandblak og fjölbreytta iðkun almenningsíþrótta dags. 19.8. 2016 þar sem óskað er eftir strandblakaðstöðu við Suðurbæjarlaug.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.08.2016 var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa og íþrótta- og tómstundanefndar.

      Á fundi íþrótta- og tómstundanefnd þann 05.09.2016 var eftirfarandi bókað:”Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leiti og telur þessar hugmyndir passi vel að starfsemi sundlaugarinnar.”
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.10.2016.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.

      Skipulags- og byggingaráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

    Fundargerðir

    • 1609029F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 632

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 28. september s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1610003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 633

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 5. október s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt