Skipulags- og byggingarráð

16. maí 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 621

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir að nýju og kynnt áframhaldandi vinna ASK-arkitekta f.h. 220 Miðbær ehf á lóðinni.
      Fulltrúar verkefnisins og hönnuða mættu á fundinn.

      Bæjarstjóri Hraldur L. Haraldsson sat fundinn undir þessum lið.

      Til kynningar.

    • 1411212 – Borgarlína

      Fulltrúar verkfræðistofunnar VSÓ og Mannvits mætti til fundarins og kynntu vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi og næstu skref er varða skipulagsbreytingar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi.

    • 1701084 – Hamranes, nýbyggingarsvæði

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24.01.2017 var samþykkt að hafin yrði vinna við undirbúning á nýju deiliskipulagi undir íbúðarbyggð í Hamranesi.
      Lagðar fram til kynningar hugmyndir VA arkitekta að markmiðum og hugmyndafræði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1604302 – Linnetsstígur 6, safnaðarheimili, stækkun

      Tekið fyrir að nýju.
      Lögð fram tillaga Helga Hafliðasonar ark. dags. 9. maí 2017 að stækkun safnaðarheimilils Fríkirkjunnar (deiliskipulagsbreyting) og tillaga Arkitekta ehf að breyttu deiliskipulagi aðliggjandi lóðar við Strandgötu 17.

      Skipulags- og byggingarráð synjar tillöguninni eins og hún liggur fyrir.

    • 1702315 – Hamarsbraut 5,breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 07.02.2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 (mál nr. 1701315) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samhliða grenndarkynna tillögu skv. 2. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús.
      Grenndarkynning og auglýsing fór fram 24.03.2017-05.05.2017. Athugasemdir bárust með bréfi Lex lögmannsstofu dags. 05.05.2017.

      Skipulags- og byggingarráð telur ekki er unnt að samþykkja tillögu að breyttu deiliskipulagi með vísan til framkominna athugasemda.

    • 1704462 – Tjarnarvellir 7, fyrirpurn, túlkun á skilmálum

      Laugar ehf leggja inn fyrirspurn dags. 26.4.2017 um túlkun á grein 5.2.1. í skipulagsskilmálum. Sótt er um að bygging verði á tveimur hæðum í stað fjögurra.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna fyrirspurnaruppdrætti ásamt tillögu að skilmálabreytingu fyrir ofangreindr lóð þegar tilskilin gögn berast.

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      Tekið fyrir að hyju.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti að unnið yrði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga á fundi sínum þann 13.12.2016. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti það á fundi sínum þann 18.01.2017.
      Lögð fram lýsing dags. 12.05.2017 vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar Víðistaðasvæðis.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
      ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.’

    • 1705168 – Suðurgata 42-44, breyting á aðalskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 04.10.2016 var samþykkt að hefja vinnu við skipulasbreytingar á svæði við Suðurgötu 44.
      Lögð fram lýsing dags. 12.05.2017 vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar lóða við Suðurgötu 44.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
      ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.’

    • 1705059 – Deiliskipulag hönnunarteymi Hafnarfjörður

      Lögð fram tillaga um að Hafnarfjarðarbær auglýsi eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu innan bæjarmarkanna. Um ólík landsvæði er að ræða. Horft er til þess að þétta byggð innan bæjarins í þegar byggðum hverfum þar sem landrými er fyrir hendi. Meginmarkmið er að stuðla að betri nýtingu landsvæðis undir íbúðabyggð um leið og byggðamynstur hvers hverfis fyrir sig er haft að leiðarljósi. Enn fremur er um að ræða deiliskipulagsgerð á nýbyggingar- og iðnaðarsvæðum.

      Lagt fram og afgreiðslu frestað.

    • 1511358 – Stöðuleyfi, reglur

      Lagðar fram reglur um stöðuleyfi, uppfærðar 11. maí 2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærðar reglur um stöðuleyfi fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir uppfærðar reglur um stöðuleyfi dags. 11. mái 2017.”

    • 1702287 – Stuðlaskarð 1, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, dags. 21.2.2017, þar sem óskað er eftir að byggja fjölbýlishús samkvæmt teikningum Ragnars Magnússonar byggingarfr. dags. 13.2.2017.Nýjar teikningar bárust 11.04.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði umsókninni til umfjöllunar ráðsins í samræmi við gr. 4.1 í skilmálum. Á fundi ráðsins þann 02.05.2017 var skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuð. Nýir uppdrættir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð ítrekar fyrri bókun og bendir jafnframt á ákvæði skilmála hvað varðar hönnuði.

    • 1702350 – Rauðhella 2,umsókn um stækkun.

      Guðmundur Arason ehf.óskar eftir heimild til að stækka skemmubyggingu á lóðinni Rauðhella 2. Jafnframt lagðir fram uppdrættir verkfræðistofunar Mönduls dags. mars 2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að heimila lóðarhafa að láta vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi á sinn kostnað og að auglýsinga hana í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1701236 – Grandatröð 12, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn H-bergs ehf. dgs. um að fá að byggja viðbyggingu við húsið að vestan um 10 metra.Viðbygging þessi kallar á breytt deiliskipulag. Lagðir fram uppdrættir Hughrifs ehf. dags. 11.05.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að heimila lóðarhafa að láta vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi á sinn kostnað og að auglýsinga hana í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

      Kynning á sjónarmiðum samráðshóps, sem skipaður er fulltrúum lóðarhafa/eigenda á svæðinu, fulltrúi samráðshópsins, Óskar Hafnfjörð, mætti á fundin. Samantekt samráðsfunda dags.11.5.2017 lögð fram.

      Borghildur Sturludóttir vék fundi við afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 2 atkvæðum að leita eftir við arkitektastofurnar Krads og Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félaga að vinna tillögur að deiliskipulagi reitsins. Til grundvallar verði lögð skipulagsforsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar ásamt lokasamantekt samráðshóps.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG lýsa yfir eindregnum stuðningi við deiliskipulagsvinnu um framtíðaruppbyggingu svæðisins. Fulltrúar minnihlutans telja að nauðsynlegt er að vanda til verka, að samtal og samráð verði haft við hagsmunaaðila á svæðinu. Þar sem verkefnið er langtímaverkefnið en ekki skammtímaverkefni og framtíðarlega borgarlínunnar mun liggja um svæðið teljum við að mikilvægt sé að hafa ofarlega í huga þær hugmyndir sem snúa að bíllausum lífstíl og þéttleika byggðar. Því leggur minnihlutinnn til að lagt verði áherslu á fækkun bílastæða, nýjar lausnir í bílastæðamálum, hjólastíga og vistgötur.”

    Fundargerðir

    • 1704016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 657

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 26. 4. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1705001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 658

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 3.5. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt