Skipulags- og byggingarráð

5. september 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 630

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1708418 – Óseyrarbraut 29, byggingarleyfi

      KLINKA ehf.sækir 17.8.2017 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 14.8.2017. Í skilmálum deiliskipulags segir að á byggingarreit B megi byggja á einni hæð, hámarkshæð 12m.
      Heimilt er þó að sækja um frávik á hæð byggingar sé um sérstaka starfsemi að ræða þar sem þörf er fyrir hærri lofthæð og er sú heimild háð samþykki skipulags- og byggingarráðs sbr. gr. 2.4 í skilmálum gildandi deiliskipulags.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir frávik á hæð byggingar í samræmi við erindi Klinku ehf.

    • 1709003 – Selhella 7 og 9, fyrirspurn deiliskipulag.

      Vesturkantur ehf sækir 1.9.2017 um deiliskipulagsbreytingu, sameina lóð Selhellu 7. og Selhellu 9. til að tengja skrifstofur beggja húsa með göngubrú skv. teikningu GP arkitekta dags. 27.08.2017.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna breytingartillögu að deiliskipulagi lóðanna Selhella 7 og Selhella 9 á sinn kostnað. Málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1705380 – Kinnar, deiliskipulag, endurskoðun

      Lögð fram á ný endurskoðuð tillaga dags. 04.09.2017 að breyttu deiliskipulagi.
      Einkum er um að ræða færslu á byggingarreitum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fyrirliggjandi tillaga verði kynnt íbúum.

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      Hönnuðir, Batteríið arkitektar, mættu á fundinn og fóru yfir forteikningar að uppbyggingu á svæðinu.

      Lagt fram og kynnt.

    • 1708458 – Lækjargata 2, deiliskipulag

      Hönnuðir, Krads og Tripólí mættu á fundinn og kynntu frumathuganir á uppbyggingu á svæðinu og vinnu við deiliskipulag Lækjargötu 2, Dvergsreit.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur, tímasetning verður ákveðin síðar.

    • 1604501 – Skarðshlíð 3. áfangi, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mættu á fundinn og kynntu fumdrög að deiliskipulagi 3. áfanga.

      Kynning.

    • 1411212 – Borgarlína

      Tekin fyrir á ný rýmisgreining VSÓ og Mannvits vegna fyrirhugaðrar legu Borgarlínu um Reykjavíkurveg.
      Kynnt áfamhald skipulagsvinnu vegna legu borgarlínunar.

      Til upplýsinga.

    • 1603068 – Flatahraun 12-14, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Taper ehf um uppbyggingu á lóðinni. Lögð fram á ný gögn frá Batteríinu arkitektum ehf. dags 03.03.2017 ásamt bréfi Tækniskólans dags. 29.05.2017 varðandi uppbyggingaráform á ofangreindri lóð.

      Lagt fram og skipulagsfulltrúa falið að taka saman greinargerð um málið.

    Fundargerðir

    • 1708012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 672

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 23. ágúst s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt