Skipulags- og byggingarráð

23. janúar 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 641

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1705014 – Skarðshlíð deilisskipulagsbreyting 3 áfangi

      Skipulagshöfundar, Ydda arkitektar, mættu til fundarins og kynntu framvindu verksins.

      Kynning.

    • 1801175 – Bátaskýlin við Lónsbraut, reglur um umgegni og þrifnað

      Drög að reglum um umgegni og þrifnað á svæðinu teknar fyrir að nýju.
      Deiliskipulag svæðisins tekið til umfjöllunar í tengslum við umgegni á svæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að endurskoða deilskipulag Suðurhafnar fyrir bátaskýli til samræmis við drög að reglum um umgengni og þrifnað á svæðinu.

    • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

      Arkibúllan arkitektar kynntu áframhald vinnu við nýja byggð við Hrauntungu með tilliti til umhverfisins og þá byggð sem fyrir er.

      Kynning.

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      Arkibúllan arkitektastofa kynntu áframhald vinnu um uppbyggingu svæðisins.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti að unnið yrði að breyttri landnotkun fyrir svæðið á fundi þann 24.05.2017.

      Pétur Óskarsson vék af fundi kl. 10:04 að lokinni umfjöllun þessa dagskrárliðar.

      Kynning.

    • 1708458 – Lækjargata 2, deiliskipulag

      Arkitektastofurnar Krads og Tripólí kynntu áframhald vinnu varðandi uppbyggingu á svæðinu og tillögu að deiliskipulagi Lækjargötu 2, Dvergsreits.

      Kynning.

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Krads og Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónssonar og félagar kynntu stöðu deiliskipulagsvinnunar fyrir svæðið Hraun vestur.

      Kynning.

    • 1702315 – Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð.
      Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum.

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 22.11. s.l. að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.
      Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 28.11.2017 og fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð varðandi umferðar- og skólamál.
      Lögð fram greingerð skipulagsfulltrúa dags. 08.01.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrir sitt leyti greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 8.1. 2018 og ítrekar samþykkt sína frá 24.8.2017 á fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi dags.30.5.2017 og vísar málinu aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 04.10.2017 var samþykkt að fara í framkvæmdir við stofnræsi við Grísanes. Gera þarf breytingar á deiliskpulagi viðkomandi reita miðað við legu stofnræsis.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti með 2 atkvæðum að unnið verði að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi reita sem lega stofnræsis varðar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna legu stofnræsis Valla í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 1706036 – Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi

      Tekið að nýju erindi Önnu Gyðu Pétursdóttur dags. 2.6.2017 um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinn úr steini, stærra en fyrra hús en sem samræmist umhverfi á sem bestan hátt.

      Tillagan var auglýst, grenndarkynnt og frá 01.11. til 13.12. 2017. Athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 09.01.2018 s.l. að gefa umsögn um þær athugasemdir sem borist hafa. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.01.2018.

      Skipulags- og byggignarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að umsögn um fyrirliggjandi athugasemdir og í samræmi við umsögn sína dags. 19.1.2018.

    • 1511220 – Íshella 1,3 og 3a, Fyrirspurn

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 1.12. 2017 að auglýsa tillögu að breyttu deilskipulagi lóðanna við Íshellu 1,3, og 3a í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Tillagan var auglýst frá 05.12.2017-16.01.2018.
      Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1710104 – Skarðshlíð 2. áfangi, djúpgámalóðir

      Lóðir fyrir djúpgáma í 2. áfanga Skarðshlíðar teknar til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga að unnin verði breyting á skilmálum 2. áfanga Skarðahlíðar er varða meðferð sorps og djúpgámalóðir.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tekin fyrir á ný lokadrög skýrslu starfshóps um umhverfis- og auðlindastefnu en umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir umsögn um skýrsluna á fundi sínum 1.11. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð lýsir yfir ánægju með þær áherslur sem koma fram í drögum að umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar og leggur áherslu á að í umhverfis- og auðlindarstefnu Hafnarfjarðarbæjar þurfi að bæta við ákvæði um kolefnisspor byggingarefna, umhverfisvænt og endurnýtt efnisval, sjálfbært skipulag þéttbýlis og sjálfbærni og vistvænni hugsun í allri hönnun á ferli skipulags. Skipulags- og byggingarráð bendir einnig á stefnumótun sem kemur fram í Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

    Fundargerðir

    • 1801007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 690

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 10. janúar s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt