Skipulags- og byggingarráð

6. mars 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 644

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1802426 – Flatahraun, gatnamót

      Lögð fram umferðargreining Eflu verkfræðistofu dags 6. febrúar 2018 á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs og áhrifa á FH- hringtorgið.
      Fulltrúar verkfræðistofunar kynntu umferðargreininguna.

      Borghildur Sturludóttir mætti til fundarins kl. 08:35

      Lagt fram.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Lögð fram bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.2 s.l. þar sem ítrekuð er beiðni frá 31.5. 2017 um umsögn skipulags- og byggingarráðs á tillögu um staðsetningu hundagerðis á Víðistaðatúni skv. skissu Landslags ehf

      Skipulags- og byggignarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að koma með umsögn um staðsetningu hundagerðis.

    • 1801286 – Þjóðlendur, stofnun fasteigna

      Með bréfum dags. 31. desember 2017 sækir forsætisráðuneytið um stofnun tveggja fasteigna (þjóðlendna), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001. Fyrri fasteignin er landsvæði sem ber heitið Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands og seinni fasteignin ber heitið Afréttur Álftaneshrepps hins forna, báðar fasteignir eru þjóðlendur samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004, dags. 31. maí 2006 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 768/2009, dags. 11. nóvember 2010. Um þjóðlendurnar fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Umræddar þjóðlendur eru innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011, dags. 20. júní 2014 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 862/2016, dags. 16. nóvember 2017.

      Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands er þjóðlenda: Frá Markargili í Undirhlíðum er farið norðaustur að Hæstaholti í Dauðadölum. Þaðan er dregin lína til suðurs með því að tekin er stefna af Húsfelli og þeirri stefnu fylgt frá framangreindu Hæstaholti á Dauðadölum að skurðarpunkti við dæmd norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur til vesturs að fyrrnefndu Markargili í Undirhlíðum.

      Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Afréttur Álftaneshrepps hins forna er þjóðlenda og afréttur jarða í Álftaneshreppi hinum forna, nú Garðabæ, Hafnarfirði og sveitarfélaginu Álftanesi: Frá Húsfelli er dregin lína suðaustur í Þríhnjúka og þaðan í Bláfjallahorn. Frá Bláfjallahorni vestur í Litla-Kóngsfell og þaðan í norðaustur í átt að Stóra-Kóngsfelli þar til norðurmörk Krýsuvíkur skera línuna. Þaðan ráða dæmd norðurmörk Krýsuvíkur þar til komið er að skurðarpunkti við línu sem liggur frá Húsfelli með stefnu yfir Hæstaholt á Dauðadölum. Frá þeim skurðarpunkti er þeirri línu síðan fylgt í áðurnefnt Húsfell.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi forsætisráðuneytisins og leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
      ‘Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn forsætisráðuneytisins um stofnun tveggja fasteigna (þjóðlenda) og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að annast stofnun þeirra.“

    • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2017 breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið og að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Auglýsingatíma er lokið. Athugasemdir bárust.
      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 1. mars 2018.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1802433 – Mannvirkjalög, frumvarp

      Lagt fram erindi Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingar á mannvirkjalögum sem lúta að kröfu um faggildingu við yfirferð hönnunargagna og úttekta. Breytingin mun hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélög.
      Lögð fram umsögn byggignarfulltrúa.

      Lagt fram.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar tekið til umfjöllunar að nýju en það er að grunni til frá 2001 með seinni tíma breytingum. Afmörkun miðbæjarins er svæði sem afmarkast af Víkingastræti, Suðurgötu, Strandgötu og allt að safnahúsum við Vesturgötu.
      Kynntar hugmyndir frá þremur arkitektastofum, Sei, Tark og Trípólí um hugsanlega þróun miðbæjarins. Höfundar kynntu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir áframhaldandi vinnu verkefnisins í samræmi samþykkt ráðsins frá 09.02.2018 og minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 5. feb. 2018.

    • 1712303 – Einhella 3.og 5., breyting á deiliskipulagi

      Björg Real Estate ehf. sækir 22.12.2017 um breytingu á deiliskipulagi samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 22.12.2017. Skipulags- og byggignarráð heimilaði 24.8. 2017 lóðarhafa að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðanna.
      Tillagan var auglýst frá 12.01-23.02.2018. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1706036 – Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi Önnu Gyðu Pétursdóttur dags. 2.6.2017 um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinn úr steini, stærra en fyrra hús en sem samræmist umhverfi á sem bestan hátt.

      Tillagan var auglýst og grenndarkynnt frá 01.11. til 13.12. 2017. Athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 09.01.2018 s.l. að gefa umsögn um þær athugasemdir sem borist hafa.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27.02.2018, samanburður á skilmálum gildandi deiliskipulags og auglýstrar tillögudags. 05.06.2018 og gerð grein fyrir fundi með umsækjendum.
      Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem komið er til móts við athugasemdir í kjölfar fundarins með umsækjendum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins dags. 02.10.2017, breytt 28.02.2018 og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins með vísan til 1.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið með vísan til 3. mgr. 41.gr.skipulagslaga 123/2010”.

      Fulltrúar BF í skipulags- og byggingarráði vilja árétta hlutverk ráðsins þegar kemur að markmiðum aðalskipulagsins og hinnar gömlu byggðar.
      Það er okkar mat að framtíðarsýn bæjarins er veik – ef að rífa á öll þau hús þar sem upp koma veggjatítlur eða mygluvandamál. Mikilvægt
      er að koma slíkum málum þar sem skipulags- og byggingayfirvöld eru með frá upphafi.
      Þetta mál hefur að okkar mati ekki farið rétta leið í kerfinu þar sem að bæjarráð ákveður að styrkja niðurrif áður en ljóst var hvað ætti að koma í staðinn og án þess að gerður væri heildstæður samningur við eigendur um lausn á þeirra málum.
      Mál sem þessi eru mikið tjón fyrir húseigendur og verulega óvissa á líf þeirra og framtíð.
      Fulltrúar BF óska því eftir því að Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að kortleggja þá ferla og þær leiðir sem hægt væri að fara – fyrir húsin og eigendur þeirra.
      Við eigum fjársjóð í okkar timburhúsabyggð sem við viljum halda í, varðveita og viðhalda.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram deiliskipulagstillaga Arkibúllunar arkitekta dags. 20.02.2018 um nýja byggð við Hrauntungu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi byggðar við Hruantungu samanber uppdrátt Arkibúllunar dags. 20.02.2018 og að málsmeðferð tillögunar verði í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt að grenndarkynna skuli deiliskipulagstillöguna.

    Fundargerðir

    • 1802004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 693

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 7. febrúar s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1802012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 694

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 14. febrúar s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1802023F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 695

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 28. febrúar s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt