Skipulags- og byggingarráð

10. júlí 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 652

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

      Tekin til umræðu á ný breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna færslu á háspennulínu við Hamranes.
      Lögð var fram skipulagslýsing dags. 22. maí 2018 og hún samþykkt. Með bréfi skipulagsstofnunar dags. 19.06. 2018 er óskað eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um tilkynningu Landsnets um færslu Hamraneslínu 1 og 2.
      Lögð fram drög að umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 09.07.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn dags. 09.07.2018 vegna tilkynningu Landsnets um bráðabirgðafærslu Hamraneslínu 1 og 2.

    • 1801553 – Rauðhella 3, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirpurn Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 25.01.2018 fyrir hönd Verkvík – Sandtaks ehf. þar sem óskað var eftir stækkun á lóðinni að Rauðhellu 3 til norðurs og vesturs, en þegar er búið að byggja nokkrar byggingar utan lóðar til norðurs að Rauðhellu 3.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 09.02.2018 var erindið kynnt og því frestað. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 03.07.2018.

      Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 03.07.2018.

    • 1708458 – Lækjargata 2, deiliskipulag

      Tekin fyrir á ný deiliskipulagsbreyting vegna lóðanna Lækjargata 2 og Suðurgata 7 sem hefur verið auglýst. Auglýsingatími var frá 09.05. til 20.06.2018. Athugasemdir bárust og eru lagðar fram.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi þann 26.06.s.l. að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09.07.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn skipulagsfullrúa dags. 9.7.2018 og deiliskipulagsbeytingu vegna lóðanna Lækjargata 2 og Suðurgata 7 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1412175 – Tjarnarvellir, deiliskipulag

      Tekið til umfjöllunar deiliskipulag við Tjarnarvelli miðsvæði hvað varðar umferðamál og uppbyggingu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að áfram verði unnið að breyttum hugmyndum varðandi miðsvæði Tjarnarvalla.

    • 1806197 – Austurgata 11, deiliskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð heimilaði lóðarhafa að vinna að deiliskipalagsbreytingu á sinn kostnað á fundi sínum þann 26.06. s.l. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Austurgata 11 dags. 17.05.2018.
      Lagt er til að tillaga VA arkitekta dag. 17.05.2018 að breyttu deilskipulagi lóðarinnar að Austurgötu 11 verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga VA arkitekta dag. 17.05.2018 að breyttu deilskipulagi lóðarinnar að Austurgötu 11 verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 26.06. s.l. var tekið fyrir deiliskipulagið Miðbær Hraun Vestur eftir endurauglýsingu. Auglýsingartími var frá 04.04. til 16.05. 2018. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum. Umsögn skipulagsfulltrúa um þær dags. 20.6.2018 var lögð fram.
      Skipulags- og byggingarráð tók undir umsögn skipulagsfulltrúa.
      Með tölvupósti dags. 03.07.2018 óskar Hjalti Steinþórsson lögmaður eftir því að koma á framfæri andmælum við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20.06.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að verða við beiðni Hjalta Steinþórssonar samanber tölvupóst dags. 03.07.2018.

    • 1710412 – Vitastígur 5, Hækkun á þaki

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum þann 14.02.2018 að grenndarkynna breytingu/hækkun á húsinu að Vitastíg 5 skv. 2.mgr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar. Tillagan var grenndarkynnt frá 11.04. 2018 til 09.05. 2018 með framlengingu á athugasemdfresti til 25.05. 2018.
      Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum í nærliggjandi húsum við Áfaskeið 30 og 32.
      Með vísan til 4. gr um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar vísar skipulagsfulltrúi erindinu til meðferðar skipulags- og byggingarráðs. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.18.06.2018. Með vísan til umsagnar er lagt til að erindið verði samþykkt og því lokið með vísan til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrú dags. 18.6.2018 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1803377 – Selhraun norður, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Selhrauns norður hvað varðar nýtingarhlutfall einstakra lóða, hámarks byggingarmagn, skiptingu einstakra lóða og ásamt því að lóðarstærðir og byggingarreitir eru uppfærðir til samræmis við fasteignaskráningu.
      Skipulagið er uppfært í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vinna deiliskipulagsbreytingu vegna Selhrauns norður.

    • 1509207 – Miðbær, bílastæði

      Tekin til umfjöllunar gjaldskylda á bílastæðum í miðbæ Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að kanna kostnað við eftirlit og gjaldtöku vegna bílastæða í Miðbæ og á miðsvæði Tjarnarvalla.

    • 1803103 – Óseyrarbraut 3, breyting

      Óseyrarbraut ehf. sótti 12.3.2018 um leyfi til að breyta vélsmiðjunni í gistiheimili og geymsluhúsnæði samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. mars 2018. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjaði erindinu. Þann 03.07.2018 lagði Óseyrarbraut ehf fram erindi dags. 25.06.2018 ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað var leyfis og samþykktar hafnarstjórnar á rekstri gistiheimilis/verbúða að Óseyrarbraut 3. Jafnframt var lögð fram til kynningar samantekt skipulagsfulltrúa vegna sama erindis dags. 29. maí sl. Hafnarstjórn gerði ekki athugasemdir við rekstur gistiheimils/verbúða að Óseyrarbraut 3 að uppfylltum settum skilyrðum. Hafnarstjórn vísaði málinu til frekari afgreiðslu hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun hafnarstjórnar frá 3. júlí síðastliðnum.

    • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

      Dómnefnd um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis skilaði niðurstöðu þann 1. júní sl.
      Lögð fram tillaga um stofnun starfshóps til frekari úrvinnslu málsins.
      Hafnarstjórn hefur skipað 3 aðila í starfshópinn og Skipulags- og byggingarráð skipar 2.

      Skipulags- og byggingarráð tilnefnir Ólaf Inga Tómasson og Karólínu Helgu Símonardóttur.

    • 0710169 – Óla Run tún, hugmyndasamkeppni.

      Uppbygging á Óla Run túni tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.

    • 1807074 – Reglur um girðingar og skjólveggi við lóðarmörk

      Lögð fram drög að reglur um girðingar og skjólveggi við lóðarmörk.

      Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

    • 1802337 – Drangahraun 7, ósk um lóðarstækkun

      Hafnasandur sækir um lóðarstækkun lóðarinnar Drangahraun 7 í átt að sveitarfélagamörkum Garðabæjar.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dagsett 2. mars 2018.

      Skipulag- og byggingarráð synjar erindinu með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa dagsett 2. mars 2018.

    Fundargerðir

    • 1806005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 709

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 13. júní 2018.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1806009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 710

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 20. júní 2018.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1806014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 711

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 27. júní 2018.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt