Skipulags- og byggingarráð

4. desember 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 664

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögfræðingur, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Berglind Guðmundsdóttir arkitekt.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögfræðingur, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Berglind Guðmundsdóttir arkitekt.

  1. Almenn erindi

    • 1811415 – Vikurskarð 12, deiliskipulagsbreyting

      Kristinn Karl Garðarsson fh. Óðalhúsa ehf. óskar eftir breytingum á skipulagi lóðarinnar að Vikurskarði 12. Sótt er um færslu á byggingarreit. Um er að ræða stækkun lóðar um 24 fm. og færslu á byggingarreit um 4 metra til austurs og 6 metra til suðurs á baklóð hússins. Einnig er sótt um að færa eystra húsið um 1,5 metra til suðurs þannig að hægt verði að koma fyrir bílastæði fyrir framan húsið. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3.12.2018.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03.12.2018, og felur honum að endurskoða skilmála í samræmi við það sem fram kemur í umsögn.

    • 1802430 – Hrauntunga 1, umsókn um deiliskipulagsbreytingu

      Tekin fyrir að nýju umsókn Óskars Gunnarssonar dags. 28.02.2018 um breytingu á deiliskipulagi v/byggingu bílskýlis utan núverandi byggingarreits. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að heimila umsækjanda að fara í breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað og málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hér er um óverulega breytingu á núverandi nýtingu lóðar að ræða. Breytingin var grenndarkynnt 21.5.-18.6.2018. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna er nær til lóðarinnar við Hrauntungu 1 og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Lögð fram til umfjöllunar tillaga að úthlutunarleiðum nýbyggingarsvæðis í Hamranesi dags. 03.12.2018 sem ráðið fól skipulagsfulltrúa að vinna.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir minnisblað skipulagsfulltrúa og felur honum að útfæra hugmyndina nánar.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur áherslu á að gætt verði að því að ný byggingarsvæði verði vel skilgreind í skipulagsskilmálum með tilliti til blandaðrar byggðar sem svari fjölbreyttum þörfum íbúa. Í því sambandi er vert að benda á að á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlaða eru 56 einstaklingar og þar af eru 28 í brýnni þörf og geta flutt strax. Stefna stjórnvalda er að stuðla að sjálfstæðri búsetu íbúa með fjölþættri þjónustu og nauðsynlegt að sveitafélög taki mið af því. Nýtt húsnæði þarf að hanna með tilliti til algildrar hönnunar, en í mörgum tilfellum gengur það ekki nægilega langt og mætir ekki þörfum fatlaðs fólks, t.d. varðandi þarfir fólks er varðar hjálpartæki, aukins aðgengis og aðra þætti er krefjast rýmis svo sem aðstöðu fyrir starfsfólk. Hvatt er til þess að í skilmálum fyrir lóðir í Hamranesi I verði tekið fram að aðilar séu beðnir um að taka tillit til þessa við hönnun húsnæðis og íbúða og að ákveðið hlutfall íbúða í Hamranesi I séu hannaðar með hliðsjón af ofangreindum þörfum og hjólastólaðgengi.

    • 1811412 – Ólöglegt húsnæði

      Tekin til umræðu búseta í atvinnuhúsnæði.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir upplýsingum frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins um áætlaðan fjölda einstaklinga sem búa í atvinnuhúsnæði.

    • 1811261 – Uppsetningar á samkomutjöldum í landi Hafnarfjarðar

      Lagt fram til kynningar erindi Ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland er varðar uppsetningu á samkomutjöldum ætluðum til norðurljósa- stjörnuskoðunar.

      Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsþjónustu að vinna áfram að málinu.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Lögð fram Húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar 2018-2026.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. maí s.l. rammaskipulag Hraun – vesturs og vísaði því til áframhaldandi úrvinnslu. Áframhaldandi vinna tekin til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fá utanaðkomandi verkfræðistofu til að kostnaðargreina innviðauppbyggingu á Hraunum vestur í samræmi við rammaskipulag svæðisins.

      Greinargerð:
      Rammaskipulag Hraun vestur gerir ráð fyrir uppbyggingu á íbúðum, og þjónustu næstu 15-20 árin. Áætlað er að allt að 2500 íbúðir verði á svæðinu auk skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis. Allt þetta krefst endurnýjunar á lagna- og veitukerfi. Gert er ráð fyrir skóla og leikskólum, skoða þarf nýja göngu- og hjólaleið yfir eða undir Reykjavíkurveg ásamt endurgerð gatnakerfisins að hluta. Gera þarf samanburð á kostnaði vegna nýrra veitna í samræmi við rammaskipulagið annars vegar og endurnýjunar á þeim sem fyrir eru miðað við að óbreytt eða lítið breytt ástand húsa og lóða í hverfinu næstu árin og áratugina hins vegar. Því er lagt til að kostnaðargreina hlut Hafnarfjarðarbæjar vegna uppbyggingu á Hraunum vestur samkvæmt fyrirliggjandi rammaskipulagi.

    • 1810073 – Krýsuvíkurberg, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykki á fundi sínum þann 09.10.2018 að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir Krýsuvíkurberg. Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir Krýsuvíkurberg.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu fyrir sitt leiti og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Fundargerðir

    • 1811017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 731

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 21.11.2018.

    • 1811026F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 732

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 28.11.2018.

Ábendingagátt