Skipulags- og byggingarráð

29. janúar 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 669

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Óli Örn Eiríksson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

  1. Almenn erindi

    • 1810073 – Krýsuvíkurberg, deiliskipulag

      Lagðar fram umsagnir vegna skipulagslýsingar Krýsuvíkurbergs. Skipulagslýsingin var samþykkt í skipulags- og byggingarráði 4. desember 2018 og í bæjarstjórn 12. desember 2018. Frestur til að skila inn umsögnum var til 12. janúar 2019.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsþjónustu að vinna áfram að deiliskipulagsvinnu Krýsuvíkurbergs með tilliti til umsagna hagsmunaaðila.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Lögð fram skipulagslýsing í samræmi við 36.gr. skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Hamranessvæðinu. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 breytist landnotkun svæðisins úr Verslunar- og þjónustusvæði (VÞ11), Samfélagsþjónusta (S34) í Miðsvæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. 24.01.2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

    • 1708457 – Hraun vestur.

      Tekið til umræðu rammaskipulag svæðisins “Hraun vestur”.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Skipulagsfulltrúa var falið á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9.1.2018 að hefja vinnu við skipulagslýsingar er taka til breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og þeirra svæða sem koma til greina eins og þau eru kynnt í minnisblaði 3 dags. 20.9.2018. Lögð fram drög að skipulagslýsingu dags. jan. 2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu á þettingarsvæðum dags. jan. 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

    • 1901342 – Suðurgata 35b, breyting á deiliskipulagi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 23.1.2019 vísaði erindi Davíðs Snæs Sveinssonar til skipulags- og byggingarráðs. Umsókn barst 22. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 35B. Með erindinu er uppdráttur Yddu arkitekta er gerir grein fyrir breytingunum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin verður auk þess kynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Jafnframt leggur ráðið til við bæjarstjórn að erindið verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Þann 24. janúar barst erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar syðri hluta Bláfjallavegar, suður undir Leiðarenda, og lagfæringar á norðurhluta Bláfjallavegar.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Tekin til umræðu vinna við rammaskipulag Flensborgarhafnar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1811266 – Norðurhella 1, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir á ný breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingareit er snúið um 90° og að heimilt verði að reisa skjólgirðingu við vörumóttöku, utan byggingareits, og að hæð girðingar geti verið allt að 2,1m. Jafnramt er óskað eftir heimild til að koma fyrir nýrri aksturstengingu inn á lóðina frá Hraunhellu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagsbreytingu dags. í jan. 2019 og að málsmeðferð verð í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda breytingu á deiliskipulagi Norðurhellu 1.

    • 1702408 – Álverið, þynningarsvæði, uppbygging

      Tekið til umræðu á ný þróun iðnaðarsvæða í nágrenni Straumsvíkur og áhrif þynningarsvæðis á uppbyggingu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna greinargerð er tekur m.a. á stærð og forsendum þynningarsvæðis við álverið í Straumsvík.

    • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

      Tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að boða til vinnufundar um skipulag og framkvæmdir frá sjónarmiði um sjálfbærni.

    • 1901472 – Hestamannafélagið Sörli, deiliskipulagsbreyting

      Deiliskipulagsbreyting Sörlasvæðis vegna nýtingarhlutfalla lóða þar sem lóðarstærðir hafa breyst frá gildandi skipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsþjónustu að kynna óverulega breytingu, sbr. gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar, á deiliskipulagi Sörla með grenndarkynningu hvað varðar skilmálatöflu þar sem koma fram m.a. lóðarstærðir og nýtingarhlutfall.

    • 1901479 – Hafnarfjörður og Garðabær, samstarfshópur um skipulagsmál

      Vinna samstarfshóps um skipulagsmál er varða Hafnarfjörð og Garðabæ kynnt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að samstarfshópurinn leiti eftir úttekt á og þróun umferðarmála er varða m.a. legu gatna á og við mörk sveitarfélaganna.

    Fundargerðir

    • 1901008F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 738

      Lögð fram fundargerð 738. fundar frá 16. janúar 2019.

    • 1901015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 739

      Lögð fram fundargerð 739. fundar frá 23. janúar 2019.

Ábendingagátt