Skipulags- og byggingarráð

26. febrúar 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 671

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Anna Karen Svövudóttir varamaður
  • Óli Örn Eiríksson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögfræðingur.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögfræðingur.

  1. Almenn erindi

    • 1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð

      Tekin fyrir tillaga ASK arkitekta dags feb. 2019 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Skipalón 3. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir. Annarsvegar lóð fyrir íbúðarhús með 6 íbúðum og hinsvegar lóð sem verður nýtt sem opið grænt svæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin verður auk þess kynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Jafnframt leggur ráðið til við bæjarstjórn að erindið verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1901513 – Suðurgata 73, fjölgun bílastæða

      Tekið fyrir erindi Ásmundar Kristjánssonar frá 29.1.2019. Erindinu var vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Sótt er um fjölgun bílastæða við Suðurgötu 73 samkvæmt teikningum Brynjars Daníelssonar dagsettar í janúar 2019.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Suðurgata 73 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er umsækjanda bent á umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.4.2018 og feb. 2019.

    • 1702408 – Álverið, þynningarsvæði, uppbygging

      Lögð fram til kynningar verklýsing og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar á dreifingu útblásturefna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða verklýsingu og kostnaðaráætlun Resource International.

    • 1810241 – Óseyrarbraut 16 - 20, deiliskipulagsbreyting

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sótti um á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.10.2018, að sameina lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna, sem felur í sér sameiningu lóðanna, breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfall verði 0,3 og að kvöð um lagnir á milli lóðanna tveggja verði felld niður.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þá framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Lögð fram ný breytt tillaga sem gerir grein fyrir breyttum innkeyrslum auk framgreindra atriða.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti Mannvits ehf. dags. feb. 2019 og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1902462 – Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Óseyrarbraut 25.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagsuppdrætti Mönduls ehf. dags. feb. 2019 og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1902461 – Kapelluhraun -2 áfangi

      Lögð fram umsókn Kára Eiríkssonar arkitekts ásamt uppdrætti dags. feb 2019, er varða breytingar á deiliskpulagi Kapelluhrauns 2. áfanga.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um framlagða tillögu að breytingu deiliskipulags Kapelluhrauns 2. áfanga.

    • 1802426 – Flatahraun, gatnamót

      Tekin fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi gatnamóta Flatahrauns og Álfaskeiðs samanber uppdrátt Eflu verkfræðistofu dags jan. 2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23.10.2018, að unnið yrði að deiliskipulagsbreytingu byggða á kynntum tillögum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að hún staðfesti framangreinda samþykkt.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Tekið til áframhaldandi umræðu deiliskipulag miðbæjarins.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir tillögu skipulagsfulltrúa um skipun starfshóps til að vinna að hugmyndavinnu skipulags miðbæjar.

    • 1902456 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi

      Lögð fram skipulagslýsing Ask arkitekta dags. feb. 2019 vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar landnotkunarflokk svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. feb. 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Lagt fram bréf Þorbjörns I Stefánssonar dags. 22.2.2019 fh. eigenda Hverfisgötu 49 varðandi lóðarstækkun að Hverfisgötu 49.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn lögmanns Hafnarfjarðarkaupstaðar og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

    Fundargerðir

    • 1902009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 742

      Lögð fram fundargerð 742 fundar.

    • 1902019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 743

      Lögð fram fundargerð 743 fundar.

Ábendingagátt