Skipulags- og byggingarráð

9. apríl 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 676

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason lögfræðingur.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason lögfræðingur.

  1. Almenn erindi

    • 1712136 – Kaldárselsvegur, lóð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, breyting á deiliskipulagi

      Lagður fram uppfærður uppdráttur vegna ábendingar Skipulagsstofnunar um að það vantaði að tilgreina hámarksbyggingarmagn áður en breytingin yrði birt í B-deild stjórnartíðinda.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

    • 1904072 – Leiðarendi, nýtt deiliskipulag

      Óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir Leiðarenda. Verkefnið er fjármagnað með styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti að hafin verði vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Leiðarenda.

    • 0705284 – Hraunvangur 7, Hrafnista, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. sept. 2018 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi reits F2 við Hraunvang 7, lóð Hrafnistu Hafnarfirði. Tillagan var auglýst frá 28. jan 2019 til 11. mars. 2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag lóðarinnar Hraunvang 7 reit F2, við Hrafnistu og að meðferð tillögunnar verði samkvæmt 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1904102 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2019-2022

      Tekin til umræðu þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2019- 2022. Vinna er að hefjast við gerð fjögurra ára þróunaráætlunar en þar er ætlunin að draga fram það sem er á döfinni hjá sveitarfölugum og bera saman heildarstefnu svæðisskipulagsins. Verið er að kortleggja stöðuna á græna netinu og verndarsvæðum og áætluðum viðbótum sem hvert og eitt sveitarfélag er með á sínum prjónum á tímabilinum. Endanleg áætlun á að liggja fyrir í nóvember 2019.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1811266 – Norðurhella 1, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 29. janúar sl. tillögu að deiliskipulagsbreytingu, dags. í janúar 2019, að Norðurhellu 1 og að málsmeðferð væri í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að byggingareit er snúið um 90° og að heimilt verði að reisa skjólgirðingu við vörumóttöku, utan byggingareits, og að hæð girðingar geti verið allt að 2,1m. Jafnramt er um að ræða breytingu á aksturstengingu inn á lóðina frá Hraunhellu. Bæjarstjórn staðfesti ofangreinda samþykkt á fundi sínum þann 6. feb. s.l. Deilskipulagið var auglýst frá 15 feb. til 29 mars. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag lóðarinnar að Norðurhellu 1 og að meðferð umsóknarinnar verði samkvæmt 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1903605 – Suðurgata 59, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði fyrirspurn Gunnars H. Erlendssonar dags. 28.3.2019 vegna viðbyggingar til austurs um 13,1m2 og byggingu nýs þaks til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 1903098 – Hrauntunga 10, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði fyrirspurn Darija Kospenda dags. 5.3.2019 um hækkun á þaki bílskúrs sem byggingarheimild er fyrir til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina. Heimild er fyrir byggingu bílskúrs skv. gildandi deiliskipulagi.

    • 1809470 – Rauðhella 3, dagsektir, vantar verkáætlun, hús hafa risið án leyfa

      Lagt fram að nýju bréf Verksýnar dags. 5.12.2018 f.h. eigenda fasteigna að Rauðhellu 3.

      Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27.9.2018 og felst ekki á niðurfellingu dagsekta. Ráðið ítrekar að teikningum skuli skilað inn innan þriggja mánaða.

    Fundargerðir

    • 1903021F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 748

      Lögð fram fundargerð 748. fundar.

    • 1903027F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 749

      Lögð fram fundargerð 749. fundar.

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2019

      Lögð fram fundargerð 88. fundar.

Ábendingagátt