Skipulags- og byggingarráð

2. júlí 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 680

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Jón Garðar Snædal Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Tekin til áframhaldandi umræðu deiliskipulagsvinna á nýbyggingarsvæði Hamraness. Skipulagshöfundar kynna.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 0711020 – Uppland Hafnarfjarðar, rammaskipulag

      Í tengslum við erindi sem tengist upplandi Hafnarfjarðar verður kynnt rammaskipulag svæðisins. Þráinn Hauksson höfundur skipulagsins kynnir helstu áherslur upplandsins og hver hugmyndafræði skipulagsins er.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1904289 – Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 2. mai sl. var lagt fram erindi Hestamannafélagsins Sörla þar sem óskað var eftir að göngustígur í Gráhelluhrauni yrði aflagður og að leiðin yrði skilgreind sem reiðleið í staðinn. Erindinu var hafnað og vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þar sem það var ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.

      Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun:
      Beiðni hestamannafélagsins Sörla um að breyta aðalskipulagi bæjarins í þá átt að göngustígurinn í Gráhelluhrauni verði aflagður er hægt að túlka sem yfirgangssemi. Verið er að fara fram á að hagsmunir almennings víki fyrir sérhagsmunum. Hvers eiga bæjarbúar sem ekki sitja hest að gjalda? Eiga þeir ekki að eiga þess kost að njóta þeirrar náttúrufegurðar sem skógurinn á þessu svæði býður upp á? Stærsti vandinn varðandi þessa gönguleið hefur verið sá að göngustígurinn og reiðstígurinn voru ekki aðskilin fyrstu 300 metrana eða svo frá svokölluðum Flóttamannavegi og ekkert framhald var á göngustígnum er kom að svæði Sörla. Þetta stendur nú til bóta þar sem búið er að aðskilja stígana vestanmeginn og áform eru um að gera framhald á göngustígnum við svæði Sörla þannig að gangandi og hlaupandi vegfarendur geti átt greiðan möguleika á að halda áfram ferð sinni lengra en að svæði Sörla. Fulltrúi Bæjarlistans tekur hins vegar undir með forsvarsmönnum Sörla um að bæjaryfirvöld þurfi að leggja aukna áherslu á að tryggja öryggi vegfarenda með bættu skipulagi stíganna svo og með betri merkingum.

    • 18129603 – Lónsbraut 70, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 4. júní sl. var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.6.2019 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar breytingu á deiliskipulagsskilmálum í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.6.2019.

    • 1902462 – Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02.2019 var lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Óseyrarbraut 25.
      Skipulags- og byggingráð samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagsuppdrætti Mönduls ehf. dags. feb. 2019 og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði kynnti skipulagstillöguna. Hafnarstjórn samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 26.02.2019 og Bæjarstjórn á fundi sínum þann 06.03.2019. Tillagan var auglýst frá 08.05-18.06.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulags- og byggingarráð að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1902461 – Kapelluhraun -2 áfangi

      Skipulags- og byggingarráð samþykki á fundi sínum þann 16.04.2019 uppdrátt að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga dags. 11.2.2019 og að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn staðfesti ofangreint á fundi sínum þann 02.05.2019. Tilagan var auglýst frá 09.05.-20.06.2019.
      Engar athugasemdir bárust.

      Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulags- og byggingarráð að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1906407 – Öldutún 4, bílskúr, deiliskipulagsbreyting

      Með vísan til úrskurðar ÚUA frá 23.10.2014 er lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Öldutúni 4. dags. 28.06.2019. Í tillögunni felst að byggingareitur bílskúrs er stækkaður úr 35 m2 í 45,2 m2. og hæð hans aukin úr 3,2 m í 3,5 m.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi lóðar Öldutúns 4 og að málmeðferð erindisins verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt að erindið verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ölduslóðar 3, Ölduslóðar 5, Öldutúns 2 og Öldutúns 6. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1801284 – Suðurnesjalína 2, valkostagreining og mat á umhverfisáhrifum

      Skipulagsstofnun óskar með bréfi dags. 31.5.2019 umsagnar um frummatsskýrslu um Suðurnesjalínu 2. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.06.2019 lögð fram til kynningar.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir endurmati á staðsetningu hreystibrautar frá fræðsluráði á fundi sínum þann 2.5.2019. Bókun Fræðsluráðs frá 9.5.2019 er svohljóðandi: “Fræðsluráð leggur til að hreystibrautin verði staðsett á Hörðuvöllum enda telst sú staðsetning miðsvæðis. Gott aðgengi og góðar almenningssamgöngur eru á svæðinu. Einnig má geta þess að hreystivöllur verður á nýrri skólalóð Skarðshlíðarskóla.” Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 22.5.2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir staðsetningu hreystibrautar að Hörðuvöllum.

    • 1905238 – Öldugata 45, byggingarleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði umsókn Heimilin íbúðarfélag hses frá 17.5.2019 um að byggja 6 íbúða búsetukjarna ásamt þjónustukjarna á einni hæð skv. teikningum Sturla Þórs Jónssonar dags. 6.5.2019. Nýjar teikningar bárust 07.06.2019, til afgreiðslu skipulags og byggingarráðs. Þar sem frávik eru frá deiliskipulagi var erindið grenndarkynnt eigendum eftirfarandi húsa skv. Þjóðskrá maí 2019: Háakinn 2, 4, 6 og 8 og Öldugötu 42-44 frá 22.05.-19.06.2019. Athugasemdir bárust. Svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn og samþykkir erindið með vísan til A-liðar 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1906400 – Miklaholt 1, Vesturkot, breyting á deiliskipulagi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar umsókn Hafnarfjarðarkaupstaðar um deiliskipulagsbreytingu vegna breytinga á bílastæðum við leikskólann Vesturkot til kynningar í skipulags- og byggingarráði. Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 01.07.2019.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til umferðaröryggismála og tekur undir greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 1.7.2019.

    • 1906222 – Skarðshlíð, framkvæmdir

      Á fundi bæjarstjórnar þann 26.6.2019 var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn: “Bæjarfulltrúi Bæjarlistans óskar eftir upplýsingum um stöðu uppbyggingar á vegum Skarðshlíðar íbúðafélags hses á lóðunum Hádegisskarði 12 og 16. Um er að ræða nýsköpun á vegum Hafnarfjarðarbæjar hvað varðar umgjörð og utanumhald rekstrar sem og framtíðar leigukjör og til mikils að vinna að þetta verkefni raungerist sem allra fyrst, ekki síst með það fyrir augum að rekstrarformið geti orðið til að hvetja aðra aðila til hagkvæmrar uppbyggingar á íbúðum af stærðargráðu sem sífellt er eftirspurn eftir.

      Í frétt á heimasíðu bæjarins frá 28. maí 2018 segir:

      Til stendur að byggja 12 íbúðir á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð samkvæmt útboðslýsingu og á að skila þeim fullbúnum. Um er að ræða 6 tveggja herbergja 50 m2íbúðir, 4 þriggja herbergja 60 m2 íbúðir og 2 fjögurra herbergja 80 m2 íbúðir, sex íbúðir á hvorri lóð.

      Hafnarfjarðarbær hefur stofnað sjálfseignarstofnun sem byggir á lögum um almennar leiguíbúðir sem leigjendurnir sjálfir koma til með að stjórna en bæjarfélagið mun eiga aðild að. Byggingarkostnaður húsnæðisins er 307,9 milljónir króna, Íbúðalánasjóður hefur samþykkt stofnstyrk uppá 50 milljónir króna og Hafnarfjarðarbær 36,9 milljónir. Húsaleiga mun standa undir afborgunum af lánum, fjáramagnsgjöldum og rekstrarkostnaði húsnæðisins en vera heldur lægri en gengur og gerist þar sem eingöngu þarf að taka lán fyrir 70% af byggingarkostnaði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar.”
      Því er nú spurt: hver er staðan varðandi byggingarleyfi og áætlun um upphaf og lok framkvæmda við þessar íbúðir?
      Óskað er eftir að svör við fyrirspurninni verði lögð fram í bæjarráði við fyrsta tækifæri.”

      Byggingarleyfi voru gefin út þann 20.6.2019 vegna byggingar íbúða á lóðunum Hádegissskarð 12 og Hádegisskarð 16 og framkvæmdir eru hafnar. Unnið er að gerð sökkulveggja. Gert er ráð fyrir að verklok verði 15. nóvember 2019.

    • 1803108 – Reykjanesbraut við Víkurgötu, tenging við suðursvæði

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.6.sl. voru kynntar tillögur að tengingu Kapelluhrauns við Reykjanesbraut. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur brýnt að bæta vegtengingu á iðnaðarsvæði sunnan Reykjanesbrautar og vísar málinu til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til úrvinnslu umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1906241 – Kolviður, samningur um kolefnisjöfnun

      Skrifað var undir samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á starfsemi Hafnarfjarðarbæjar í upphafi ráðsfundar umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 19.6.sl. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til skipulags- og byggingarráðs að finna landrými fyrir loftlagsskóg í landi Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir tillögum frá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Lagt fram erindi Þorbjörns Inga Stefánssonar dags. 18.06.2019 með beiðni um lóðarstækkun.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar þvi til afgreiðslu í bæjarráði.

    • 1906211 – Einhella 8, byggingarleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði umsókn Teknís ehf. frá 11.6.2019 um breytingar á núverandi samþykktu byggingarleyfi og að setja tjald á lóð sem efnislager til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 12.6.2019. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 01.07.2019.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Með vísan til þeirrar rammaskipulagsvinnu sem liggur fyrir vegna Flensborgarhafnar og hafnarsvæðis í námunda við hana er lagt til að hafin verði vinna aðalskipulagsbreytingu er varðar landnotkunarflokk svæðisins í samræmi við 1.mgr 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á landnotkunarflokk Flensborgarhafnar og nágrennis í samræmi við 1.mgr 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Fundargerðir

    • 1906008F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 755

      Lögð fram fundargerð 755. fundar.

    • 1906018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 756

      Lögð fram fundargerð 756. fundar.

    • 1906023F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 757

      Lögð fram fundargerð 757. fundar.

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2019

      Lögð fram til kynningar fundargerð 89. fundar.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Fundargerðir samráðsnefndar um gerð rammaskipulags Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis nr. 16 og 17 lagðar fram til kynningar.

Ábendingagátt