Skipulags- og byggingarráð

3. desember 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 690

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurjón Ingvason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Tekin til umræðu tillaga fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn um fjölgun um 1 stöðugildi á skipulags og byggingarsviði sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs frá bæjarstjórn þann 13. nóvember 2019.

      Fulltrúar meirihluta bóka: Niðurstaða stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu og starfsemi Hafnarfjarðarkaupstaðar lá fyrir um mitt ár 2019 og er enn verið að innleiða breytingar samkvæmt úttektinni. Nýtt svið og nýr sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hefur tekið til starfa og hefur m.a. það hlutverk að vinna að og innleiða nýja verkferla í stjórnsýslunni með það að markmiði að gera hana skilvirkari og rafræna. Meðan sú vinna er í gangi telur meirihlutinn rétt að hafna tillögunni að sinni og vísa til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.

      Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem meirihlutinn hefur boðað að standi til í bænum þá hefur Viðreisn efasemdir um að rétt sé að slá þessu á frest og áskilur sér rétt til að skoða málið frekar og óska eftir frekari umræðu um málið í tengslum við yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun. Mikilvægt er að tryggja næga afkastagetu til þess að veita góða þjónustu þegar álag á sviðinu eykst.

    • 1910246 – Völuskarð 7, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 22.10.2019 að grenndarkynna, með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3, sem Valur Þór Sigurðsson sótti um þann 16.10.2019, vegna lóðarinnar að Völuskarði 7. Í breytingunni felst eftirfarandi: Byggingarreitur er færður innar á lóð sem nemur 3 m og færist um 2 m til suðausturs. Með breytingunni verði nú heimilt að húsið verði 2 hæðir í stað 1 og 2 hæða. Bundin byggingarlína við götu verði 6,85 m í stað 9. Einnig færast bílastæði innan lóðar og almenn bílastæði við götu til samræmis við þá tilfærslu.
      Að öðru leiti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Grenndarkynnt var tímabilið 28.10.-25.11.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag Völuskarðs 7 og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 112/2010.

    • 1904072 – Leiðarendi, nýtt deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Leiðarenda.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Jafnframt var erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Á fundi bæjarstjórnar þann 29. maí sl. var afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs samþykkt. Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem tekið hefur verið tillit til innkominna ábendinga vegna lýsingar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    • 1909415 – Ljósatröð 2, viðbygging

      Frímúrarareglan Ljósatröð 2 lagði inn fyrirspurn varðandi stækkun húss samkvæmt tillögu THG arkitekta mótt. sept. 2019. Nýr uppdráttur dags. 3. desember 2019 hefur borist. Um er að ræða óverulega stækkun á byggingarreit til norðurs.

      Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Drög að rammaskipulagi fyrir Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæði, dags. 15.10.2019, hefur verið til kynningar á vef Hafnarfjarðarbæjar. Íbúum gafst kostur á að senda ábendingar og hugmyndir vegna kynntrar tillögu að rammaskipulagi til og með 15. nóvember s.l. Ein athugasemd barst.
      Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29.11.2019 vegna framkominna athugasemda lögð fram.

      Sigurjón Ingvason vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 1911740 – Stapahraun 7, fyrirspurn um viðbyggingu og breyting á lóðarmörkum.

      Lagt fram bréf Lóðarfélagsins Stapahraun 7-9, dags. 13.11.2019, þar sem óskað er eftir heimild til skipta lóðinni í tvennt. Jafnframt er lögð fram fyrirspurn frá Bortækni um breytingu/viðbyggingu á núverandi framhúsi að Stapahrauni 7 samkvæmt uppdráttum Glámu-Kím dags. 19.11.2019.

      Lagt fram til kynningar.

    Fyrirspurnir

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag, fyrirspurn

      Fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði óskar þann 19.11.2019 eftir afriti af samningi Hafnarfjarðarbæjar við uppbyggingaraðila á deiliskipulagsreitnum við Gjótur 1.1 og 1.4 í samræmi við samningsramma Hafnarfjarðarbæjar í viðræðum við lóðarhafa á Hraunum-vestur um uppbyggingu hverfisins sem samþykkt voru á fundi bæjarráðs 17. janúar 2019.

      Samningur við lóðarhafa vegna uppbyggingar er í vinnslu og verður lagður fyrir bæjarráð.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar: Það er undarlegt að samningur við lóðarhafa hafi ekki verið frágenginn þegar deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn. Það er ekki góð samningatækni að afhenda mótaðila fyrst þá hagsmuni sem hann sækist eftir og ætla svo að semja eftirá um hagsmuni bæjarins. Viðreisn skorar á meirihlutann að tryggja samningsmarkmið bæjarins áður en endanlega verður gengið frá afgreiðslu skipulagsins.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs bókar eftirfarandi:
      Samningsmarkmið fyrir hverfið voru kynnt í bæjarráði áður en þau voru svo samþykkt þar formlega þann 17. janúar 2019. Fyrir liggur deiliskipulagstillaga fyrir reitinn. Meirihlutinn lítur svo á að með samþykkt samningsmarkmiða í bæjarráði þann 17. janúar hafi hagsmunir bæjarfélagsins verið tryggðir. Þegar og ef nýtt deiliskipulag vegna viðkomandi svæðis verður staðfest mun Hafnarfjarðarbær gefa út nýja lóðarleigusamninga fyrir lóðir á viðkomandi deiliskipulagsreit. Í lóðarleigusamningum verða skilgreind lóðarmörk, starfsemi sem heimilað er að vera með á lóðinni, lóðarleiga o.fl. Lóðarleigusamningar verði til 75 ára. Allir lóðarhafar viðkomandi lóðar þurfa að samþykkja breytta nýtingu viðkomandi lóðar og undirrita samninginn.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna, fyrirspurn

      Fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði leggur þann 19.11.2019 inn fyrirspurn varðandi húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar sem var samþykkt árið 2018 en þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á 4.950 íbúðum í Hafnarfirði til ársins 2030. Það er næstum 50% aukning á núverandi húsnæðiskosti.
      Óskað er eftir sundurliðun á því hversu margar af þessum íbúðum eru hugsaðar fyrir eftirtalin verkefni:

      – Námsmannaíbúðir
      – Íbúðir aldraðra
      – Félagslegt húsnæði
      – Húsnæðisúrræði fatlaðra
      – Búsetaíbúðir
      – Hagkvæmt húsnæði í samstarfi við húsnæðisfélög (t.d. Bjarg)
      Einnig er óskað eftir sundurliðun á þessari uppbyggingu á þessum húsnæðisúrræðum eftir hverfum.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnamálasviðs að svara fyrirspurninni.

    • 1609447 – Hundagerði, erindi, fyrirspurn

      Fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði óskar þann 19.11.2019 eftir upplýsingum um stöðu á máli nr. 1609447 Hundagerði.

      Hundagerði á Óla Runstúni var kynnt íbúum túnsins í samræmi við erindi frá Dýraverndunarfélaginu í september 2016 og bárust heilmargar ábendingar. Á fundi skipulags- og byggingarráðs í október sama ár var niðurstaðan að ekki væri unnt að hafa gerðið á umræddum stað og óskað eftir að nýr staður yrði fundinn.

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var erindið tekið fyrir aftur en nú á Víðistaðatúni, aðstoðarskólastjóri Víðistaðaskóla mótmælti þeirri staðsetningu og eins bentu menn á að svæðið væri nokkuð viðkvæmt því þarna væri kirkjuathafnir, börn í skólagörðum, ferðamenn í tjöldum og fl.

      Hundagerðið var síðan kynnt íbúum við Hörðuvelli og var niðurstaðan sú sama. Íbúar sem og leikskólastjóri Hörðuvalla settu sig á móti þessari staðsetningu og á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. febrúar 2016 var erindið sett í bið.

      Það er reynsla nágrannasveitarfélaga að svona gerði þurfa að vera í jaðarbyggð þ.e. ekki inni í þéttri íbúðabyggð. Í Reykjavík er eitt gerði við BSÍ, Breiðholtsbraut og svo á svæðinu milli Suðurlandsbrautar og fjölskyldugarðsins.

    Fundargerðir

Ábendingagátt