Skipulags- og byggingarráð

17. desember 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 692

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Elsa Jónsdóttir landfræðingur, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Elsa Jónsdóttir landfræðingur, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur vegna stækkunar lóðar.

      Á fundi bæjarráðs 4.7.sl. var tekið jákvætt í beiðni Þorbjörns Inga Stefánssonar um lóðarstækkun og erindinu vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði. Áréttað var mikilvægi þess að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum. Mæliblað með kvöð um aðgengi að vitanum lagt fram.

      Í gildi er deiliskipulag, Deiliskipulag Miðbær Hraun vestur, frá 12.03.2019. Samkvæmt því er umrætt land sem lóðarstækkunin nær til í eigu Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna fyrirhugaða lóðarstækkun og hugsanlega breytingu á deiliskipulagi á kostnað umsækjanda í kjölfar þess með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1909291 – Lækjarhvammur 1, ósk um lóðarstækkun

      Á fundi bæjarráðs 21.11.sl. var tekið jákvætt í beiðni Sigurbjörns Viðars Karlssonar um lóðarstækkun og erindinu vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði.

      Í gildi er deiliskipulag, Hvammar heildarendurskoðun frá 16.09.2010. Samkvæmt því er umrætt landsvæði sem lóðarstækkunin nær til í eigu Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið og hugsanlega breytingu á deiliskipulagi á kostnað umsækjanda í kjölfar þess með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1909415 – Ljósatröð 2, viðbygging

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3.12.2019 að grenndarkynna breytingu, óverulega stækkun á byggingarreit til norðurs, í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Þeir sem fengu grenndarkynninguna hafa lýst yfir, með undirritun sinni á kynningargögn, að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag að Ljósatröð 2 og að málinu verði lokið í samræmi við 4.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      Á fundi bæjarstjórnar þann 28.11.2018 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja nú fyrir. Einnig hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.
      Erindið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráð þann 13.08.s.l. Breyting var gerð á afmörkun svæðisins. Nú er lagður fram nýr uppdráttur er sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan breyttan uppdrátt og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 13 ágúst s.l. tillögu að deiliskipulagi lágreistrar byggðar við Hjallabraut. Lögð fram á ný endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi. Um er að ræða færslu á byggingarreitum frá áður samþykktri tillögu. Tillagan var kynnt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22.10. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagt deiliskipulag og að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið hvað varðar breytingu á byggingarreit reiðhallarinnar, fjölgun lóða fyrir minni hesthús við Fluguskeið og Kaplaskeið og breytingar á númerum húsa og lóðastærðum ásamt uppfærðri skilmálatöflu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag fyrir Sörla, hestamannafélag og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytingar er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Jafnframt þarf að fara fram aðalskipulagsbreyting þar sem fyrirhuguð stofnlögn liggur um hverfisverndað hraun skilgreint sem HVa8 og HVa9 í greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fyrirhugaðar breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis verði sendar skipulagsstofnun til umsagnar. Geri stofnunin ekki athugasemdir verða skipulagsbreytingarnar auglýstar samhliða líkt og heimild er til skv. skipulagslögum samanber 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

      Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Lýsingin hefur verið kynnt. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2.mgr. 30.gr. þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Tillagan var til kynningar á opnu húsi þann 16.12.2019. Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga vegna lýsingar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breyttra marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 12.12.2019 og hún auglýst í samræmi við 1.mgr. 36.gr. laga 123/2010.

    • 1904072 – Leiðarendi, nýtt deiliskipulag

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 3.12. s.l. kynntu skipulagshöfundar stöðu skipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi dags. 13.12.2019 fyrir Leiðarenda lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins verði lokið skv. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1903510 – Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      Lögð fram tillaga ARKÍS dags. 16.12.2019 að breyttu deiliskipulagi þriðja áfanga Hellnahrauns.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir sitt leyti og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 1810304 – Lækjargata 2 og Suðurgata 7, deiliskipulag, mál nr. 125/2018, kæra

      Lagður fram úrskurður Umhverfis- og auðlindamála varðandi Suðurgötu 7/Lækjargötu 2 mál nr. 125/2018, Dvergsreitur.

      Lagt fram.

    • 1911804 – Brenniskarð 1-3, fyrirspurn

      Þrastarverk ehf. leggur þann 27.11.2019 inn fyrirspurn um byggingu fjölbýlishúss að Brenniskarði 3 án bílakjallara.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman umsögn um erindið.

    • 1906042 – Hraunskarð 2, fyrirspurn

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 22.10. s.l. að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. áfanga er nær til lóðanna Hraunskarð 2, 4, 6 og 8 einnig Hádegisskarðs 4 og 6. Breytingin felst í að 5 af 6 byggingarreitum er snúið. Heildarfjöldi íbúða er óbreyttur en færður til milli húsa. Grenndarkynning fór fram frá 30.10. til 27.11. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag fyrir Hraunskarð 2 og að málinu verði lokið í samræmi við 4.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1910266 – Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017

      Tekin til umræðu loftgæði og staðsetningar umhverfismæla í Hafnarfirði.

      Tekið til umræðu.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Tekin til umræðu lýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

      Tekið til umræðu.

    Fundargerðir

    • 1911026F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 777

      Lögð fram fundargerð 777. fundar.

    • 1912009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 778

      Lögð fram fundargerð 778. fundar.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Lögð fram fundargerð 21. fundar.

Ábendingagátt