Skipulags- og byggingarráð

14. janúar 2020 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 693

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson aðalmaður
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður
  • Anna Karen Svövudóttir varamaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 6.12.2019.

      Til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar samþykkir skipulags- og byggingarráð að afturkalla frá Skipulagsstofnun deiliskipulag fyrir Hraun vestur, gjótur, reitir 1.1 og 1.4, Hafnarfjörður. Jafnframt verði brugðist við ábendingu Skipulagsstofnunar um að deiliskipulagið sé ekki í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar.

      Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans benda á hversu alvarlegar athugasemdir Skipulagsstofnun gerir við deiliskipulagsbreytingar Hraun vestur, gjótur en þær eru í samræmi við ábendingar og bókanir okkar í ráðinu um að deiliskipulagsbreytingin sé ekki í samræmi við rammaskipulagið sem unnið var í nánu samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Einnig er tekið undir athugasemdir og bókanir okkar varðandi hæðir húsa, byggingarmagn, skuggavarp o.fl. Þá gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að kynningu sé ábótavant og að ekki hafi verið haldinn kynningarfundur, en tillaga þess efnis var lögð fram í ráðinu en var hafnað af meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eins og öðrum athugasemdum.
      Við hörmum þessi slælegu vinnubrögð meirihlutans sem ber hér mikla ábyrgð sem einkennast af flýti og óvandvirkni. Við lýsum yfir áhyggjum af þessu verklagi og ólýðræðislegum vinnubrögðum þar sem ábendingar íbúa og okkar í ráðinu voru virtar að vettugi. Nauðsynlegt er að uppbygging á svæðinu fari vel af stað og að vandað sé til verka. Það er ekki raunin og ljóst að mikilvæg uppbygging íbúða og þjónustu í Hafnarfirði mun tefjast töluvert vegna þessa.

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Tekið til umræðu rammaskipulag Hraun vesturs.

      Fulltúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans bóka: Mikil og góð vinna var lögð í rammaskipulagið sem sátt var um og því leggjum við til að rammaskipulaginu verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar sem rammahluti aðalskipulags. Mikilvægt er að það öðlist gildi því annars er hætta á að látið sé eftir duttlungum og öðrum skammtímasjónarmiðum við uppbyggingu hverfisins.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs hafnar tillögu Samfylkingar, Viðreisnar og Samfylkingar og tekur undir bókun meirihluta bæjarstjórnar þann 2.10.2019 um deiliskipulagið. Jafnframt ítrekar meirihluti skipulags- og byggingarráðs að meginforsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sé uppbygging og þétting byggðar við samgöngumiðuð svæði og að uppbygging íbúða og þjónustu á þessum reit sé í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulagsins. Brugðist verður við athugasemdum Skipulagsstofnunar með breytingu á aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum.

    • 1902456 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi

      Á fundi bæjarstjórnar þann 18. september 2019 var afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs “Skipulags og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða aðalskipulagbreytingu í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010” staðfest. Í breytingunni felst að breyta landnotkunarskilgreiningu úr íþróttasvæði í íbúðarsvæði.
      Breytingartillagan var auglýst frá 27. sept. til 4. nóvember 2019. Engar athugsemdir bárust. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember 2019 aðalskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við 32.gr. skipulagslaga.
      Lögð fram athugasemd Skipulagsstofnunar.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar vekur athygli á athugasemdum sem koma fram í bréfi Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á aðalskipulagi Ásvalla. Enn og aftur gerir meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sig seka um óvönduð vinnubrögð sem mun tefja nauðsynlega uppbyggingu á Ásvöllum s.s. íbúða og byggingu knatthúss fyrir Knattspyrnufélag Hauka sem löngu er búið að gefa loforð fyrir.

      Hlé gert á fundi.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka: Núverandi meirihluti bæjarstjórnar hefur í vinnu sinni leitað allra leiða, í góðu samráði við íþróttafélög bæjarfélagsins, til að halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja. Hluti þeirrar vinnu var að breyta aðalskipulagi fyrir íþróttasvæði Hauka. Þar skilaði Knattspyrnufélagið Haukar hluta af landi sínu til bæjarins sem nú er verið að skipuleggja sem íbúabyggð. Þeir fjármunir sem koma inn vegna þessa munu fara í uppbyggingu á knatthúsi að Ásvöllum, en fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað lagst gegn því. Athugasemdir Skipulagsstofnunar munu ekki tefja málið né hafa áhrif á fyrirætlanir meirihlutans og íþróttafélagsins.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því ef rétt er að athugasemdir Skipulagsstofnunnar muni ekki tefja uppbygginu á Ásvöllum. Það er ljóst að Samfylkingin styður uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum og m.a. studdi viljayfirlýsingu þess efnis sem samþykkt var í bæjarráði þann 17. maí, 2018. Mikilvægt er að börn og fullorðnir hjá Knattspyrnufélagi Hauka hafi góða aðstöðu til knattspyrnuiðkunnar, en eins og staðan er í dag er töluverður aðstöðumunur á milli íþróttafélaga í Hafnarfirði hvað það varðar.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi: Vinna núverandi meirihluta hefur einmitt verið að leita leiða og lausna til að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á Ásvöllum. Allt er þetta hluti af því og hefur oddviti Samfylkingarinnar ítrekað gert athugasemdir í bæjarráði og bæjarstjórn við þá vinnu meirihlutans. Oddviti Samfylkingarinnar bókaði m.a. eftirfarandi á fundi bæjarstjórnar þann 18. september 2019:
      ,,Undirrituð gerir athugasemd við þá framsetningu að uppbygging íþróttamannvirkis sé hengd saman við íbúðauppbyggingu á svæðinu eins og fram kemur í gögnum málsins og tekur því ekki þátt í atkvæðagreiðslu varðandi það.?

      Í viðtali við Fréttablaðið þann 22. nóvember 2019 sagði oddviti Samfylkingarinnar það gagnrýnisvert að ágóðinn af uppbyggingunni yrði eyrnamerktur byggingu knatthúss Hauka.

      Núverandi meirihluti tekur því yfirlýsingum um stuðning Samfylkingarinnar við verkefnið með nokkrum fyrirvara.

      Fulltrúi Samfylkingar bókar: Athugasemdir Samfylkingarinnar við uppbyggingu knatthús hafa lotið að því að mikil uppsöfnuð þörf er eftir uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði og ekki eru öll íþróttafélög í sömu aðstöðu varðandi úthlutun lands oþh. til að nota sem skiptimynt til uppbyggingar íþróttamannvirkja. Varðandi aðalskipulag svæðins hefur verið bent á að ekki hafa legið fyrir upplýsingar um umferð og á áhrif á skóla, sem Skipulagsstofnun gerir m.a. athugasemd við. Hér höfum við aðeins verið að benda á góð og vönduð vinnubrögð. Það er athyglisvert að meirihlutinn kjósi að lesa það úr þessu að Samfylkingin sé á móti uppbyggingu knatthús á Ásvöllum.

      Það er ákvörðun bæjarfélagsins hverju sinni að byggja upp mannvirki og fjármunir til þessa koma úr bæjarsjóði. Engin ákvörðun liggur fyrir um byggingu knatthúss á Ásvöllum þrátt fyrir loforð meirihlutans þess efnis. Staðan núna er að knattspyrnuiðkendur hjá Haukum búa við óviðunandi aðstæður og þurfa æfa úti við allskonar veðurskilyrði eins og dæmin sanna nú í janúar.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka: Meirihlutinn vísar í fyrri bókun sína og svo yfirlýsingar og bókanir fulltrúa Samfylkingarinnar í öllu þessu ferli. Málið er í góðum farvegi og meira er ekki um það að segja á þessum tímapunkti.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10.9.2019 að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykki afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 18.9.2019 með 9 greiddum atkvæðum. Tillagan var auglýst tímabilið 11.11.-23.12.2019. Ein athugasemd barst.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda.

    • 2001048 – Brúsastaðir 2, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 10.12.2019 Tillagan snýr að stækkun húss og nýtingarhlutfalli lóðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagt deiliskipulag og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1703032 – Suðurgata 73, breyting á deiliskipulagi

      Tillaga að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 73 dags. 04.05.2019 var lögð fram á fundi skipulags- og byggingarráðs 8.10.2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að málsmeðferð fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu yrði samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010 og að tillagan yrði jafnframt grenndarkynnt. Erindinu var jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi tillögu þann 16.10.2019. Tillagan var auglýst og grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum 13.11-30.12.2019. Þrjár athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda.

    • 1708458 – Lækjargata 2, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Lækjargötu 2 og Suðurgötu 7. Breytingin snýr að afturköllun heimildar á uppsetningu á glugga og hurð á austurhlið hússins að Suðurgötu 7 í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála frá 12.12.2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir leiðréttan uppdrátt deiliskipulags Lækjargötu 2 og Suðurgötu 7 í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu þróunarverkefnis reita 1-4. Uppfærð skipulagslýsing dags. jan 2020 þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu lögð fram. Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Ask arkitekta dags. jan 2020 vegna reita 6, 10 og 11 og deiliskipulagsuppdráttur Tark arkitekta dags. 19.12.2019 vegna reita 7, 8 og 9.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á skipulagslýsingu og landnotkunarflokki aðalskipulagins og að málsmeðferð verði í samræmi við 36.gr. skipulagslaga. Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð deiliskipulag fyrir reiti 6, 10 og 11 og deiliskipulag fyrir reiti 7, 8 og 9 og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr skipulagslaga. Jafnframt er framlögðum deiliskipulagstillögum, breyting skipulagslýsingar og landnotkunarflokk aðalskipulagins vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Vinnu við þróunarreiti 1-4 er vísað til kynningar í bæjarráði.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Tekin til umræðu þétting byggðar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við kynningu á skipulagslýsingu vegna Óla Run túns og breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna landnotkunar svæðisins.

    • 1708481 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar

      Lögð fram til kynningar breyting á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 þar sem vaxtamörk á Álfsnesi eru færð út. Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins hefur óskað eftir afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu.

      Lögð fram til kynningar breyting á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Fundargerðir

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2019

      Lögð fram til kynningar fundargerð 90. fundar.

      Lagt fram.

    • 1912014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 779

      Lögð fram fundargerð 779 fundar.

      Lagt fram.

    • 1912021F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 780

      Lögð fram fundargerð 780 fundar.

      Lagt fram.

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Lögð fram fundargerð 17. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt