Skipulags- og byggingarráð

21. apríl 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 702

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Tekin til umræðu á ný aðgerðaráætlun vegna Kórónuveirufaraldursins sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1.4.2020. Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur varðandi 3. og 6. lið framlagðar aðgerðaráætlunar fyrir 1. maí næstkomandi. Lögð fram greinagerð um stöðu skipulagsverkefna.

      Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur varðandi 3. og 6. lið framlagðrar aðgerðaráætlunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vegna COVID-19 faraldursins. Í framlögðu yfirliti skipulagssviðs „Staða verkefna apríl 2020“ kemur fram að fjölbreytileiki og umfang verkefna sviðsins er mikið nú þegar, auk þess sem fjöldi verkefna berast á borð starfsmanna sviðsins daglega. Fyrirséð eru aukin verkefni sviðsins og mun samkvæmt því þurfa að halda óbreyttri fjárhagsáætlun um aðkeypta skipulagsvinnu. Töluverð uppbygging; skynsamleg og kröftug er framundan í Hafnarfirði sem taka verður tillit til. Skipulags- og byggingarráð þakkar starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs fyrir gott og óeigingjarnt starf við krefjandi aðstæður.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið til umræðu. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 11.02.2020 að ljúka vinnu við lýsingu endurskoðunar aðalskipulagsins. Lögð fram kynning á helstu áherslum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir áherslur lýsingar.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram aðalskipulagsbreyting og greinargerð vegna landnotkunarbreytingu reits ÍB2 í M4. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var samþykkt á fundi ráðsins þann 31.jan s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingar Hraun-Vestur gjótur reitur ÍB2/M4 og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka: Aðalskipulagsbreytingin opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Nýting landsvæðisins sem liggur að fyrirhuguðum samgönguás Borgarlínu verður betri með auknu byggingarmagni og þéttingu byggðar. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulags og fyrirhuguðum bættum almenningssamgöngum. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum.

      Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin eins og þau höfðu verið unnin í góðri sátt eftir vandað ferli með samkeppni, kynningarferli og vinnslu rammaskipulags sem skipulags og byggingarráð samþykkti.
      Fyrirliggjandi tillaga er hluti af ferli þar sem vikið var frá því ferli á einni lóð án tillits til afleiðinga á rammaskipulagið og svæðið allt.
      Eðlilegra hefði verið að allt rammaskipulagssvæðið hefði legið undir í þessari aðalskipulagsbreytingu og jafnframt að sú mikla og vandaða vinna sem var unnin við rammaskipulagið væri leiðarljós breytingarinnar.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. mars sl. að hefja vinnu við breytt aðalskipulag hafnarsvæðis og taka saman lýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 30. og 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Erindinu var vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar sem staðfesti á fundi sínum þann 25.3.2020 samþykkt skipulags- og byggingarráðs um vinnu við breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðis.
      Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ofangreinda bókun skipulags- og byggingarráðs og Hafnarstjórnar á fundi sínum þann 1.4.2020. Tekið til áfamhaldandi umræðu.

      Drög lýsingar fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar lögð fram til kynningar.

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi bæjarstjórnar þann 5. feb. s.l. var Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs. Lögð var fram breytt tillaga sem gerir ráð fyrir fækkun á húsum. Lagður fram endurgerður deiliskipulagsuppdráttur Bj.snæ arkitekta dags. 02.04.2020 sem tekur mið af fækkun húsa og framkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi og að auglýsa hana í samræmi við 41.gr. skipulagslaga og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar bendir á að deiliskipulag fyrir svæðið hafi fengið góða og faglega umfjöllun í ráðinu. Á fundi ráðsins þann 17. desember, 2019 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi lágreistrar byggðar. Það var loks tekið fyrir í bæjarstjórn í febrúar, en þá var því vísað aftur til ráðsins. Nú liggur fyrir alveg ný tillaga með umtalsverðum breytingum frá annarri arkitektaskrifstofu en gerði upphaflegu tillöguna. Engar ástæður eru tilgreindar fyrir þessum breytingum sem hafa verið unnar með ærnum tilkostnaði. Því miður er þetta enn eitt dæmið hjá meirihlutanum um hringlandann í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins með tilheyrandi kostnaði sem kemur niður á áformum um uppbygginu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:

      Því miður kemur bókun fulltrúa Samfylkingarinnar ekki á óvart. Sá flokkur virðist ítrekað – og viljandi – gera tilraun til að leggja stein í götu uppbyggingar íbúðahúsnæðis í bæjarfélaginu með því að gera flókið skipulagsferli tortryggilegt í augum íbúa. Það er ekkert óeðlilegt að mál taki einhverjum breytingum í ferlinu. Að öðru leyti telur meirihlutinn rétt að benda á að góður gangur er almennt í skipulagsmálum í Hafnarfirði. Líkt og fram kemur í fyrri bókunum á fundinum er kröftug og skynsamleg uppbygging framundan hér í bæ; bæði á nýbyggingarsvæðum og þéttingarreitum eins og hér um ræðir. Í þessu máli stendur ekkert annað til en að setja deiliskipulagið í auglýsingu og kynna það formlega fyrir íbúum bæjarfélagins.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar eftirfarandi:

      Samfylkingin í Hafnarfirði hefur ávallt sett í forgang kröftuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði eins og dæmin sanna. Hér er hins vegar verið að taka til afgreiðslu tillögu á svæði sem þegar hefur fengið umfjöllun og afgreiðslu úr ráðinu. Það er staðreynd að það mun seinka uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þessu svæði. Þetta er því miður ekki eina dæmið um hringlandaháttinn hjá meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarmálum í Hafnarfirði.

    • 2001048 – Brúsastaðir 2, deiliskipulagsbreyting

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum vegna lóðarinnar við Brúsastaði II, í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Breytingin felst í að afmarkaður er byggingarreitur sem er 14m x 14m. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,5 í stað 0,42. Hámarkshæð byggingar verður 7m. Allir aðrir skilmálar eru óbreyttir. Tillagan var kynnt 19.02.- 01.04.2020. Athugasemd barst. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir greinargerð skipulagsfulltrúa og samþykkir breytt deiliskipulag Brúsastaða 2 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

    • 2001561 – Hamranes, deiliskipulag reitir 6,10 og 11

      Lagður fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur þar sem ný götunöfn hafa verið færð inn á uppdráttinn. Heitið Nónhamar er nú færður á uppdráttinn til samræmis við ákvörðun ráðsins er varðar staðarvísi frá fundi sínum þann 7. apríl sl. Engar aðrar breytingar eru gerðar á uppdrættinum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt.

    • 2004153 – Suðurgata 40, breyting á deiliskipulagi

      Þann 16.4.2020 sækir Kristján Ragnar Þorsteinsson lóðarhafi Suðurgötu 40 um deiliskipulagsbreytingu. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit til norðvesturs. Nýtingarhlutfall lóðar er óbreytt. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Stutt fundarhlé gert á fundi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að lóðarhafi geri tillögu að deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað og að hún skuli auglýst í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    • 2004147 – Hringbraut við Flensborg, þétting byggðar

      Tekin til umræðu þétting byggðar við Hringbraut á Flensborgarreit. Skipulagslýsing var gerð og kynnt í janúar 2019.

      Fundi framhaldið.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram hugmyndir að byggð á svæðinu.

    • 2004135 – Grænakinn 19, byggingarleyfi, br. á 2. hæð

      Gestur Jónsson sækir þann 15.04.2020 um framkvæmdir á 2. hæð (efri hæð), hækkað mænisþak og nýtt þak með kvistum, geymsluris breytt í íbúð og byggt yfir útitröppur 2. hæðar. 1. hæð (hálfniðurgrafin) er óbreytt. Samþykki eigenda 1. hæðar liggur fyrir. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og heimilar að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Tekið fyrir að nýju yfirborðsfrágangur á Norðurbakka.

      Lögð fram til kynningar forhönnun Landslags á yfirborðsfrágangi Norðurbakka.

    • 2004030 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði, framkvæmdarleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna uppsetningu á 14 nýjum stoppistöðum strætó vegna breytinga á leiðarkerfi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framkvæmdarleyfi vegna uppsetninga nýrra stoppistöðva.

    Fundargerðir

    • 2004006F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 792

      Lögð fram fundargerð 792 fundar.

    • 2004007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 793

      Lögð fram fundargerð 793 fundar.

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Lögð fram fundargerð 19. fundar dags. 8.4.2020.

Ábendingagátt