Skipulags- og byggingarráð

8. september 2020 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 713

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Vaka Dagsdóttir varamaður
  • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 2008675 – Skipulagslög 123/2010, áform um frumvarp til laga um breytingu

      Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010. Opið er fyrir umsagnir á samráðsgátt tímabilið 25.8.2020-8.9.2020. Helstu breytingar fela í sér heimild sérstakrar stjórnsýslunefndar sem hefur það hlutverk að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem nær til einnar framkvæmdar, undirbúnings, samþykktar, útgáfu framkvæmdaleyfis og eftirlits vegna flutningskerfis raforku, þvert á sveitarfélagsmörk.
      Þá verður kveðið á um styttan umsagnarfrest við afmarkaðar breytingar á deiliskipulagi með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis.
      Aik þess eru áformaðar breytingar í þeim tilgangi að tryggja lagalegar forsendur fyrir stafrænni skipulagsgátt.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við áform um frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010.

    • 2009029 – Vesturgata 4-8, umferðarmál

      Tekin til umræðu aðgengismál við Byggðasafnið.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi byggða á framlögðum frumdrögum.

    • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

      Lögð fram umferðargreining og tillögur að úrbótum vegna lokunar gamla Álftanesvegar.

      Lagt fram.

    • 2007478 – Erluás 1, breyting

      Umsókn AHK ehf. dags. 15.07.2020 um breytingu eignarhluta 0201 úr verslun í íbúð er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2.9.sl.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

      Tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingaráð óskar eftir minnisblaði um stöðu vinnu við umhverfismat frá Vegagerðinni vegna aðalskipulagsbreytingar við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2005141 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting

      Tekin til umræðu bílastæðamál við Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar.

      Tekið til umræðu.

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Tekið til umræðu deiliskipulag Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns.

      Skipulags- og byggingarráð vísar deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði með áherslu á aðgengi og aðstöðu og skila tillögu þar að lútandi sem fyrst. Einnig ber að horfa til þess að svæðið er eitt fallegasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og með vaxandi byggð innan Hafnarfjarðar er nauðsynlegt að taka deiliskipulagið í heild til skoðunar; þar sem gert er ráð fyrir heildrænni stefnumótun útivistar, afþreyingu og þjónustu.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi: Hvaleyrarvatn er sérlega glæsilegt útivistarsvæði fyrir Hafnfirðinga og gesti þeirra. Það er mikilvægt að svæðið fái að þróast í takt við vilja bæjarbúa og það sé nálgast af nærgætni og natni. Svæðið á að vera útivistarsvæði númer eitt og öll fjárfesting og uppbygging á að styðja við það markmið. Það er hægt með því að bæta stígagerð, merkingar á stígum og jafnvel opna á fleiri tegundir útivistar í samstarfi við einhver af fjölmörgum íþróttafélögum bæjarins. Þá mætti jafnvel hugsa sér lítið kaffihús í anda Esjustofu. Bílastæði útivistarsvæða eiga að vera í jöðrum svæða en ekki í þeim miðjum. Besta útivistarsvæði Hafnfirðinga á ekki að fara undir hraðbrautir.

    • 2008399 – Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar

      Þorgeir Jónsson sækir þann 20.8.2020 um breytingu á stærð lóðar. Núverandi staða á lóð er 229 m2 sem útilokar góða brunahönnun fyrir húsið t.a.m. er ekki rými fyrir brunastiga innan lóðar.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 1411212 – Borgarlína

      Hrafnkell Proppe mætir til fundarins og fer yfir stöðu mála.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar:
      Það er strax hægt að byrja að byggja betri bæ þar sem fjölbreyttari samgöngumátar geta blómstrað. Bærinn þarf að byrja sjálfur að bæta hjóla og göngustíga. Borgarlína yrði mikilvægur þáttur í því verkefni að innleiða fjölbreyttari og vistvænni samgöngumáta í Hafnarfirði og því er óheppilegt hversu seint er áætlað að hefja framkvæmdir við hana hér í bænum.

    • 2005489 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 12. Hleðslustöðvar í miðbæinn

      Eftirfarandi tillögu ungmennaráðs var vísað til ráðsins frá bæjarstjórn þann 27.5.2020. “Ungmennaráð leggur til að komið verði upp fleiri hleðslustöðvum fyrir bíla og rafskútur í miðbæ Hafnarfjarðar.”
      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar framlagðri tillögu til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 3.6.2020.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu ungmennaráðs um mikilvægi þess að fjölga hleðslustöðvum í miðbænum og felur umhverfis- og skipulagssviði að móta tillögu þess efnis.

    Fundargerðir

    • 2008019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 809

      Lögð fram fundargerð 809 fundar.

Ábendingagátt