Skipulags- og byggingarráð

17. nóvember 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 721

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 2009350 – Drangsskarð 2h, stálmastur

      Síminn hf. sótti þann 14.9.2020 um að setja upp stálmastur og farsímaloftnet við spennistöð samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 6.9.2020. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til ráðsins. Tekin til umræðu staðsetning fjarskiptamastra m.t.t þjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lögð fram fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs og tillaga að breytingum gjaldskrár fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á þjónustugjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sem og fjárhagsáætlun fyrir aðkeypta skipulagsvinnu og rekstraráætlun 2021 og vísar til bæjarráðs.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Tekið til umræðu. Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi ásamt skilmálablöðum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2010325 – Strandgata 11-13, fyrirspurn

      Lögð fram til kynningar tillaga að uppbyggingu á Strandgötu 11-13.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2009431 – Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

      Skipulagsfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.9. sl. að grenndarkynna tillögur að deiliskipulagsbreytingu, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum ásamt öðrum sem hagsmuna kunna að gæta. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemdir bárust.

      Erindi frestað.

    • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

      Þann 25.9. sl. lagði Mission á Íslandi ehf. inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11. Á afgreiðslufundi sínum þann 30.9.2020 samþykkir skipulagsfulltrúi að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemd barst.

      Erindi frestað.

    • 2004431 – Hrauntunga 5, deiliskipulag

      Halldór Svansson fh. GS Húsa sækir um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða byggingu íbúða skv. tillögu Sveins Ívarssonar dags. 11.3.2020. í breytingunni felst óveruleg breyting á þakformi og byggingarreit ásamt fyrirkomulagi bílastæða.

      Erindi frestað.

    • 2010454 – Álhella 1, deiliskipulagsbreyting

      Umsókn Kára Eiríkssonar dags. 20.10.2020 um breytingu á skilmálum lóðarinnar er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Í stað þess að vera lóð fyrir varaaflstöð Landsvirkjunar verði lóðin í flokki B3, Nýtingarhlutfall verði skilgreint 0,5.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi með vísan til 43. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2005141 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 30. september sl. var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjánna þar sem gert var ráð fyrir stækkun á bílastæði. Samhliða var breyting á mörkum deiliskipulags fyrir Sléttuhlíð auglýst. Auglýsingatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2009385 – Sléttuhlíð, breyting á skipulagsmörkum

      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 30. september sl. var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir Sléttuhlíð auglýst. Samhliða var auglýst breyting á deiliskipulagi Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna þar sem gert var ráð fyrir stækkun á bílastæði. Auglýsingatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2011117 – Sveitarfélagið Vogar, breyting á aðal- og deiliskipulagi

      Lögð fram til kynningar tillaga að breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.
      Breytingin nær til íbúðasvæðis ÍB-3-1 og tillögu að deiliskipulagi Grænuborgar.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.

    • 2011034 – Garðabær, breyting Aðalskipulags, umsagnarbeiðni

      Garðabær óskar eftir umsögn umsagnaraðila vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar. Breytingin nær til alls upplands sveitarfélagsins.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman umsögn.

    Fundargerðir

Ábendingagátt