Skipulags- og byggingarráð

9. mars 2021 kl. 08:30

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 730

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

      Þann 7. febrúar 2020 staðfesti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 28 jan. 2020 um aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 11. ágúst 2020 var framkomnum umsögnum og athugasemdum vísað til vinnu við aðalskipulagsbreytinguna vegna tvöföldunarinnar Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og að málsmeðferð verði í samræmi við 30 mgr. skipulagslaga. Jafnframt er tillögunni vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Tekin til umræðu áframhaldandi vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að Ólafur Ingi Tómasson f.h meirihluta og Stefán Már Gunnlaugsson f.h. minnihluta verði tengiliðir ráðsins við endurskoðun aðalskipulags.

    • 2103124 – Íþróttasvæði 7, skv. ASH 2013-2025

      Tekið til umræðu skipulagsmál er varðar íþróttasvæði IÞ7. Kynntar hugmyndir um golfsvæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ÍÞ svæðin og aðliggjandi svæði í upplandi Hafnarfjarðar verði tekin til skoðunar með það að markmiði að geta nýst sem fjölbreytt útivistarsvæði fyrir Hafnfirðinga.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Tekið til umræðu deiliskipulag reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg.

      Tekið til umræðu.

    • 2102185 – Svæði utan Suðurgarðs reitur 5.5 deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að nafninu Hafnargata á reit 5.5 utan Suðurgarðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu.

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      Tekin til umræðu endurskoðun á landnotkun reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja undirbúning á breytingu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Fulltrúi Bæjarlistans mótmælir enn og aftur ráðagerð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að skipuleggja 500 íbúða byggð á reitnum Hraun-vestur Gjótur. Um er að ræða stórfellda breytingu á reitnum sem merktur er ÍB2 í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Búið er að skipta reitnum upp í tvennt, annars vegar reit ÍB2 og hins vegar ÍB14 þar sem ætlunin er að byggja íbúðir fyrir allt að 1.500 manns. Í greinargerðinni með aðalskipulagsbreytingunni er reynt að tína til haldlítil rök fyrir þessu mikla byggingarmagni. Reynt er m.a. að telja fólki trú um að hér sé á ferðinni átak í þéttingu byggðar sem byggi á sameiginlegri ákvörðun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Já ? fyrr má nú rota en dauðrota. Eðlileg þétting byggðar er eitt en fyrirætlan meirihlutans á ekkert skylt við skynsemi. Þetta mikla byggingarmagn á litlum reit yrði stórslys ef af verður. Ég skora á bæjaryfirvöld að afstýra þessu. Rétt er að halda því til haga að meirihlutinn hefur ekki ennþá svarað því hver bað um þessi ósköp.

    • 2103115 – Hraun vestur, rammaskipulag endurskoðun

      Tekin til umræðu endurskoðun rammaskipulags reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni.

      Skipulags- og byggingaráð samþykkir að samhliða vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins á Hraunum vestur verður rammaskipulagið uppfært til samræmis við breyttar forsendur. Hlutverk rammaskipulagsins er að vera leiðbeinandi og gefa heildarsýn um þróun skipulagssvæðisins þar sem aðstæður og eftirspurn um gerð húsnæðis eru breytilegar.

    • 2009179 – Hlíðarbraut 10, skipulagsferli og málsmeðferð, skipulagsbreyting, mál nr. 802020, kæra

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna máls nr. 80/2020. Kæru var vísað frá úrskurðarnefndinni.

      Lagt fram.

    Fyrirspurnir

    • 2103100 – Gullhella 2, Tinhella 2, 4 og 6, fyrirspurn

      Stólpi gámar senda þann 15.2.2021 erindi vegna nýs athafnasvæðis. Lóðarrýmisþörf er um 50.000m2 og áætlað byggingarmagn er 1.500m2.

      Skipulagsfulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn Stólpa gáma.

    Fundargerðir

    • 2103001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 826

      Lögð fram fundargerð 826 fundar.

      Lagt fram.

    • 2102017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 825

      Lögð fram fundargerð 825 fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt