Skipulags- og byggingarráð

9. apríl 2021 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 732

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns dags. 30.3.2021. Markmið breytingarinnar felst m.a. í að bæta aðkomu að Hvaleyrarvatni og aðstöðu til útivistar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns, reitur 2 og 3, verði auglýst. Gert verður ráð fyrir bílastæðum hreyfihamlaðra norðan við vatnið með aðgangsstýringu. Málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1411212 – Borgarlína

      Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna vegna Borgarlínu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum er til 30. apríl n.k.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn.

    • 2103528 – Horizon, uppbygging sögulegs miðbæjar

      Lagt fram til kynningar rannsóknarverkefni er snýr að hugmyndum um framtíðar uppbyggingu sögulegs miðbæjar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2103490 – Vindvist í skipulagi

      Örugg verkfræðistofa kynnir hermun á vindi með áherslu á gæði byggðar. Hermun á vindi sýnir samspil bygginga og vinda úr öllum vindáttum þar sem fyrirkomulag bygginga hefur mikil áhrif á vindafar á svæðinu og segir þar af leiðandi mikið til um gæði svæðanna.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Herði Páli Steinarssyni fyrir kynninguna.

    • 2101263 – Hólshraun 9, mhl.01, deiliskipulag

      Á fundi bæjarstjórnar þann 3. feb. s.l. var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarstækkunar til norðurs að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 15.02. til 29.03.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.

    • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

      Tekið til umræðu breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Selhrauns suður. Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir erindinu.

      Tekið til umræðu.

    • 2101520 – Ásland 5, deiliskipulag

      Tekið til umræðu deiliskipulag Áslands 4 og Áslands 5. Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir erindinu.

      Tekið til umræðu.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Tekið til umræðu deiliskipulag Miðbæjar, reits 1. Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir erindinu.

      Tekið til umræðu.

    • 2103383 – Snókalönd, innviðir og uppbygging

      Tekið fyrir að nýju erindi Basecamp Iceland ehf. um stuðning til frekari uppbyggingar á aðstöðu til norðurljósa- og stjörnuskoðunar við Snókalönd.
      Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 23.3.2021 og fól umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umsögn. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags 7. apríl 2021 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og að unnin verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við ofangreint og vísar til samþykktar í bæjarstjórn sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

    • 2102316 – Sléttuhlíð, óveruleg breyting á aðalskipulagi

      Í bréfi dags. 6. apríl sl. frá Skipulagsstofnun kemur fram að stofnunin felst ekki á að málsmeðferð um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, vegna heimildar til að leigja út frístundahús í atvinnuskyni í Sléttuhlíð, geti verið í samræmi við 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga heldur skuli fara með skipulagstillöguna skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga sem er veruleg breyting á aðalskipulagi. Umsögn Skipulagsstofnunar lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

    • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

      Tekin til umræðu á ný umferðarmál í Norðurbæ vegna lokunar gamla Álftanesvegar.

      Skipulags- og byggingarráði þykir miður að bæjarráð Garðabæjar sjái ekkert athugavert við lokun gamla Álftanesvegar við gatnamót Herjólfsbrautar. Með þeirri aðgerð er Garðabær að loka á eigin íbúa í Hleinahverfi svo og íbúa og starfsmenn Hrafnistu auk íbúa í Norðurbæ.
      Skipulags- og byggingarráð leggur til að efnt verði til íbúafundar sem verði streymt sem allra fyrst þar sem minnisblað EFLU verður kynnt auk mögulega mótvægisaðgerða vegna lokunar gamla Álftanesvegar við Herjólfsbraut.

    Fyrirspurnir

    • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

      Lögð fram að nýju fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar.

      Kynnt drög að svari við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar.

    Fundargerðir

    • 2103015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 828

      Lögð fram til kynningar fundargerð 828 fundar.

    • 2103025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 829

      Lögð fram til kynningar fundargerð 829 fundar.

    • 2103031F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 830

      Lögð fram til kynningar fundargerð 830 fundar.

Ábendingagátt