Skipulags- og byggingarráð

18. maí 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 735

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

  1. Almenn erindi

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Tekið til umræðu.

      Með vísan til bókunar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.5.2021 um Hellisgerði og framlagðs minnisblaðs dags. 17.5.2021 samþykkir skipulags- og byggingarráð að hafin verði vinna við deiliskipulag Hellisgerðis.

    • 2105208 – Strandgata 30, fyrirspurn

      Kynntar hugmyndir að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar 26-30 við Strandgötu. Skipulagshöfundar kynna.

      Tekið til umræðu.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Kynnt áframhaldandi vinna við skipulag reits 1. Skipulagshöfundar kynna.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka samtal við lóðarhafa.

    • 2010144 – Langeyrarvegur 5, breytingar

      Tekið fyrir að nýju erindi Gunnars Óla Guðjónssonar frá 16.3.2021 þar sem óskað var eftir afstöðu skipulags- og byggingarráðs vegna óska um að stækka húsið og byggja bílskúr á lóðinni. Óskað var umsagnar Minjastofnunar þar sem húsið fellur undir lög um menningarminjar. Umsögn Minjastofnunar barst embætti skipulagsfulltrúa þann 29.4.2021 og var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 4.5.sl.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til heildarendurskoðunar deiliskipulags vesturbæjar.

    • 2011540 – Garðavegur 11, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Garðavegs 11. Grenndarkynningu lauk 18.1.2021 og hefur þeim er gerðu athugasemd verið send umsögn vegna framkominna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðavegar 11 til heildarendurskoðunar deiliskipulags vesturbæjar.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Lögð fram bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5. maí sl. “Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að hafin verði vinna við grein 4.2. í kafla 4 í Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 25. apríl 2018.
      Greinin hljóðar svo: við skipulag og gerð hjóla- og göngustíga verði öryggi, greiðfærni og upplifun notenda höfð að leiðarljósi.”

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til vinnslu á sviðinu.

    • 2104620 – Drangsskarð 17, byggingarleyfi

      Umsókn Kára Eiríkssonar fh. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulags- og byggingarráðs. Um er að ræða umsókn vegna frávika frá skilmálum sem felst í að koma fyrir 3 íbúðum í húsinu, án þess að breyta byggingarreit eða nýtingarhlutfalli. Húsið verður byggt úr CLT einingum.

      Stefán Már Gunnlaugsson vék af fundi við afgreiðslu sjöunda dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið.

    • 2103383 – Snókalönd, innviðir og uppbygging

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 7. apríl sl. var samþykkt að vinna breytingu á aðalskipulagi við Snókalönd og var erindið samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 14. apríl sl. Lögð fram skipulagslýsing dags. 4. maí 2021 og breytingaruppdráttur dags. 16. apríl 2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2105166 – Sléttuhlíð, aðalskipulagsbreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs 9.4.2021 var skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Lögð fram skipulagslýsing dags. 4. maí 2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2003545 – Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting

      Lagt fram álit Skipulagsstofnunar dags. 6.4.2021.

      Lagt fram.

    • 2007341 – Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 6. október sl. var gerð bókun þar sem kom fram að verulegir vankantar væri á að teikningum hafi verið skilað inn fyrir sumarhús í Sléttuhlíð einnig kom fram að ekki væriljóst hvernig staðið vær að skolpmálum á svæðinu. Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram gögn um stöðu samþykktra byggingarnefndarteikninga svo og ástands á fráveitu/rotþróm í Sléttuhlíð. Lögð fram samantekt um málið.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að hraða úttekt á svæðinu.

    • 0705170 – Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða

      Tekið til umræðu

      Áhugi á sjósundi hefur farið vaxandi hin síðustu ár og er stundað af miklum fjölda alla daga ársins. Með tillögu sem samþykkt var árið 2008 er gert ráð fyrir sjóbaðsaðstöðu við Herjólfsgötu þar sem nýtt yrði aðstaða í Sundhöll Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð vísar deiliskipulagstillögunni til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráð og umhverfis- og skipulagssvið með það að markmiði að gerð verði góð aðstaða til sjósunds í tengslum við Sundhöll Hafnarfjarðar. Einnig er lagt til að gæði sjávar á þessum stað verði skoðuð.

    • 2104585 – Óseyrarbraut 26 og 26B, deiliskipulagsbreyting

      Klinka ehf. sækir 27.04.2021 um deiliskipulagsbreytingu er varðar lóðirnar Óseyrarbraut 26 og 26B. Breytingin felst í að kvöð um að lóðir 26 og 26B séu á einni hendi falli niður.
      Byggingareitur 26B er stækkaður en leyfilegt byggingarmagn, nýtingarhlutfall og fjöldi bílastæða helst óbreyttur. Ný aðkoma inn á lóð frá vestri og staðsetning gáma skilgreind.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til umfjöllunar í hafnarstjórn.

    • 2104192 – Móhella 1, deiliskipulag

      Þann 12.4 leggur Kjartan Hafsteinn Rafnsson inn umsókn um að breyta deiliskipulagi er varðar lóðina Móhellu 1. Breytingin felst í stækkun á byggingarreit og fjarlægð frá lóðarmörkum verði 4m. Leyfilegt verði að hafa allt að fimm sjálfstæðar byggingar á
      lóðinni. Innkeyrsla er færð til. Nýtingarhlutfall óbreytt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    • 2104351 – Suðurnesjalína II, framkvæmdaleyfi, mál nr. 46 árið 2021, kæra

      Lögð fram framkomin kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu II dags. 26.2.2021. Þess er krafist að framkvæmdaleyfið verði fellt úr gildi auk þess sem krafist er stöðvunar á framkvæmdum á meðan málið er til umfjöllunar hjá nefndinni.

      Lagt fram og vísað til bæjarlögmanns.

    • 2105243 – Strandgata, lækkun hámarkshraða

      Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í ráðinu leggur fram eftirfarandi tillögu: Að Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við Vegagerðina, lækki hámarkshraðann á Strandgötu úr 50 km/klst niður í 40 km/klst frá hringtorgi við Fornubúðir að Hafnartorgi.

      Greinargerð
      Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO)[i] þá eru 70% líkur á banaslysi þegar bíl er ekið er á gangandi vegfaranda á 50 kílómetra hraða. Á hinn bóginn eru 90% líkur á því að gangandi vegfarandi lifi af ákeyrslu bifreiðar á 30 kílómetra hraða.
      Lægri umferðarhraði minnkar bæði hávaðamengun, dregur úr loftmengun og minnkar tíðni alvarlegra slysa en bætir jafnframt umferðarflæði.
      Samhliða hraðalækkun verði umhverfis- og framkvæmdaráði falið að gera áætlun um hraðaminnkandi framkvæmdir á svæðinu. Á meðal mögulegra aðgerða er fjölgun gönguþverana sem tengja göngustíga miðbæjar við Strandstíg, gróðursetning á borgartrjám og jafnvel skemmtilegar lausnir á borð við þrívíða gangbraut Ísfirðinga.
      ________________________________________
      [i] WHO, áhrif aksturshraða á alvarleika slysa https://www.who.int/violence_injury_prevention/publications/road_traffic/world_report/speed_en.pdf

      Skipulags- og byggingarráð vísar framlagðri tillögu til umsagnar Vegagerðarinnar og undirbúningsnefndar umferðarmála í Hafnarfirði.

    Fyrirspurnir

    • 2104623 – Hádegisskarð 26, fyrirspurn

      Fyrirspurn Harðar M. Harðarsonar þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum á lóð við Hádegisskarð 26 er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi. Skv. skipulagi er gert ráð fyrir tveimur íbúðum á lóð en óskað er eftir að fjölga um eina. Byggingarreitur og nýtingarhlutfall óbreytt

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

    Fundargerðir

    • 2104028F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 835

      Lögð fram fundargerð 835. fundar.

    • 2105004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 836

      Lögð fram fundargerð 836. fundar.

Ábendingagátt