Skipulags- og byggingarráð

2. nóvember 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 745

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

      Umhverfis- og framkvæmdaráð, á fundi sínum þann 20. október 2021, óskar eftir við skipulags- og byggingarráð að farið verði í skipulagsbreytingu vegna færslu Hamraneslínu við Ásland 4.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagsbreyting vegna færslu Hamraneslínu við Hamranes og Ásland 4 verði vísað til vinnu við aðalskipulagsbreytingu Áslands 4 og 5. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2104436 – Smyrlahraun 41a, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin snýr að landnotkun. Umsagnir vegna lýsingar lagðar fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu með vísan til skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2109653 – Miðbær, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að breyttri greinargerð miðbæjarsvæðis M1 aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025. Umsögn Skipulagsstofnunar vegna lýsingar lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttri greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar er varðar miðbæjarsvæði M1 með vísan til skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2003034 – Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðni

      Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er hér kynnt í samræmi við 2.mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerðar eru breytingar á þrem stöðum í aðalskipulagi Grindavíkur:
      Gert er ráð fyrir hreinsivirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu í Grindavík og frárennslislögn til suðurs á Hópsnes og út í sjó.
      Bætt er við göngu- og reiðhjólastígum frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík. Tengjast þeir núverandi leiðum meðfram Nesvegi.
      Gerð er ráð fyrir stækkun golfvallar Grindavíkur við Húsatóftir (ÍÞ2).

      Lagt fram til kynningar. Hafnarfjarðarbær gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.

    • 2103409 – Opið svæði, útfærsla, Hlíðarbraut, Holtsgata og Hringbraut

      Tekið fyrir að nýju. Skipulags- og byggingarráð vísaði tillögu að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut dags. 15.10.2021 til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók jákvætt í tillöguna á fundi sínum þann 20.10.2021.

      Tekið til umræðu.

    • 2110444 – Strandgata 53, auglýsingaskilti og merking

      Badmintonfélag Hafnarfjarðar sækir 21.10.2021 um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti í fjáröflunarskyni sem og merkingar utan á húsið.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í uppsetningu á auglýsingaskilti og vísar merkingu hússins til umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Kynntar vindstúdíur unnar af Öryggi verkfræðistofu.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Herði Páli Steinarssyni fyrir kynninguna. Niðurstöður verði kynntar skipulagshöfundum og lóðarhöfum.

    • 2106599 – Hamranes reitur 3.A, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10. ágúst 2021 fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 3.A og að hún yrði auglýst og vísaði til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfesti þann 12. ágúst 2021 afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 27.8 – 22.10.2021 Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa og svara framkomnum athugasemdum.

    • 2106557 – Hamranes reitur 7.A, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10.8.2021 fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 7.A og að hún yrði auglýst og vísaði til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti 1.9.2021 samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 10.09 – 22.10.2021. Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Umsögn frá Veitum barst.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2108140 – Hringhamar reitur 25.B, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 24.8.2021 að auglýsa deiliskipulag reitar 25.B með vísan til tillögu 2. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti þann 1.9.2021 samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 10.9 – 22.10.2021 Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa og svara framkomnum athugasemdum.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lögð fram matsáætlun framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

      Lagt fram til kynningar og vísað til kynningar í bæjarstjórn.

    • 2110631 – Hrauntungur, tengivirki

      Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa um að hefja vinnu við deiliskipulag í Hrauntungum vegna framtíðar staðsetningu tengivirkis raforku.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag í Hrauntungum vegna framtíðar staðsetningu tengivirkis raforku.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Tekin til umræðu uppsetning rafhleðslustöðva við stofnanir bæjarins.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að koma með tillögur að staðsetningu við stofnanir bæjarins.

    Fundargerðir

    • 2110011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 855

      Lögð fram fundargerð 855 fundar.

    • 2110014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 856

      Lögð fram fundargerð 856 fundar.

Ábendingagátt