Skipulags- og byggingarráð

30. nóvember 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 747

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Arnar Pálsson verkefnastjóri kynnir stöðu verkefnisins og fer yfir þau mál sem snúa að skipulags- og byggingarráði.

      Tekið til umræðu.

    • 1909131 – Strætó bs, nýtt leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu

      Kynning á nýju leiðaneti Strætó bs. Fulltrúar Strætó mæta til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2105166 – Sléttuhlíð, aðalskipulagsbreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. ágúst 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Sléttuhlíðar. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 1.9.2021. Tillagan felst í að heimiluð verði gistiaðstaða í flokki II í frístundabygginni í Sléttuhlíð skv. h-lið 4. greinar reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Tillagan var auglýst 12.10-23.11.2021 auk þess sem hægt var að kynna sér tillöguna á opnu húsi þann 13.10.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2103383 – Snókalönd, innviðir og uppbygging

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 24.8.2021 að auglýsa breytt aðalskipulag fyrir Snókalönd. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 1.9.2021. Helstu breytingar felast í að skilgreint er nýtt afþreyingar og ferðamannasvæði AF5 við Snókalönd sem eru staðsett við Bláfjallaveg í upplandi Hafnarfjarðar, vegna áforma um frekari uppbyggingu í tengslum við norðurljósa- og stjörnuskoðun. Tillagan var auglýst 12.10-23.11.2021 auk þess sem hægt var að kynna sér tillöguna á opnu húsi þann 13.10.2021.
      Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Áslands 4.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1812023 – Skarðshlíð, farsímamastur

      Lögð fram deiliskipulagstillaga Strendings ehf. dags. 15.11.2021 vegna lóðar fyrir farsímamastur í Skarðshlíð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 15.11.2021 verði auglýst í samræmi við skipulagslög auk grenndarkynningar. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2111398 – Skarðshlíð 1. áfangi, breytt deiliskipulag

      Lögð fram tillaga um að breyta deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. áfanga vegna endastöðvar strætó.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Skarðshlíðar.

    • 2111480 – Hádegisskarð 26, breyting á deiliskipulag

      Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir 22.11.2021 um breytingu á deiliskipulagi. Fjöldi íbúða fer úr 2 í 3. Bílastæðum fjölgar úr 2 í 3. Byggingarreitur færist um 1m í vestur. Stefna þaks breytist og verður austur-vestur í stað norður-suður.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 10.11.2021 verði grenndarkynnt.

    • 1903510 – Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      Lögð fram tillaga dags. 26.11.2021 að endurskoðuðu deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Hellnahrauni 3.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 26.11.2021 verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2109983 – Hellnahraun, aðalskipulagsbreyting þynningarsvæði

      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna þynningarsvæðis í Hellnahrauni dags. 25.11.2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu dags. 25.11.2021 að breyttu aðalskipulagi Hellnahrauns. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 24.11.2021 til frekari úrvinnslu.

      Tekið til umræðu og vísað að nýju til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2111539 – Straumsvík, deiliskipulag

      Rio Tinto á Íslandi hf. og Carbfix ohf. óska í sameiningu eftir því við Hafnarfjarðarbæ að hafin verði undirbúningur á skipulagsvinnu í tengslum við uppbyggingu Coda Terminal, loftslagsverkefni, sem Carbfix hyggst koma upp í Straumsvík. Verkefnið miðar að því að koma upp móttökustöð sem getur tekið á móti sérútbúnum tankskipum sem flytja koldíoxíð á vökvaformi frá Norður-Evrópu til að farga því varanlega með hagkvæmri og öruggri steinrenningu neðanjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

    • 2104503 – Gjáhella 9, deiliskipulag

      Járn og blikk ehf. sækja 26.4.2021 um breytingu á lóðarmörkum, innkeyrslu og hæðarafsetningu lóðanna Gjáhella 7, 9 og 11. Tillaga dags. 25.11.2021 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 25.11.2021 verði auglýst í samræmi við skipulagslög.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Lagðar fram tillögur og minnisblað umhverfis og skipulagssviðs af mögulegum staðsetningum rafhleðslustöðva í bæjarlandi.

      Lagt fram til kynningar.

    Fyrirspurnir

    • 2110626 – Hamranes reitur 27b, deiliskipulag, fyrirspurn

      Lindabyggð ehf. leggur 29.10.2021 inn fyrirspurn vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 27b.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 2105243 – Strandgata, lækkun hámarkshraða

      Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu vegna tillögu sem lögð var fram þann 18. maí sl. og vísað til umsagnar Vegagerðarinnar og undirbúningsnefndar umferðarmála í Hafnarfirði: Að Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við Vegagerðina, lækki hámarkshraðann á Strandgötu úr 50 km/klst niður í 40 km/klst frá hringtorgi við Fornubúðir að Hafnartorgi.
      Óskað er eftir upplýsingum um dagsetningu sem undirbúningsnefnd umferðarmála fékk málið sent til sín, hvort hún hafi haldið fund á tímabilinu, ef ekki, af hverju, og hver ber ábyrgð á því að kalla saman fundi nefndarinnar.

      Tekið til umræðu.

    • 2106231 – Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Kristins Ragnarssonar fh. lóðarhafa er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22. Breytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1 m. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0 m. Einhalla með hæðsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Íbúðafjöldi eykst úr fjórum íbúðum í sex íbúðir þar sem tvö hús eru með tveim íbúðum og tvö hús með einni íbúð. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    Fundargerðir

    • 2111015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 860

      Lögð fram fundargerð 860 fundar.

    • 2111024F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 861

      Lögð fram fundargerð 861 fundar.

Ábendingagátt