Skipulags- og byggingarráð

14. desember 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 748

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
 • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

   Skipulagshöfundur kynnir drög að deiliskipulagi.

   Tekið til umræðu.

  • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

   Tekin til umræðu drög að tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 dags. 10.12.2021.

   Tekið til umræðu.

  • 2112176 – Hamranes reitur 27B, deiliskipulag

   Jóhanna Helgadóttir fh. lóðarhafa sækir 8.12.2021 um nýtt deiliskipulag að Hamranesi 27b. Tillagan, dagsett 29.10.2021, gerir ráð fyrir að hámarki 5 hæðum og 50 íbúðum auk þess sem heimilt er að vera með verslun og þjónustu á jarðhæð. Tekið var jákvætt í fyrirspurn vegna tillögunnar á fundi ráðsins þann 30. nóvember sl.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2109289 – Áshamar reitur 8.A, deiliskipulag

   Baldur Ólafur Svavarsson fh. lóðarhafa sótti 7.9.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulag í Hamranesi, Áshamar, reitur 8a.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.10.2021 að deiliskipulag reits 8.A yrði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísaði til bæjarstjórnar til samþykktar.
   Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 13. sama mánaðar.
   Erindið var auglýst tímabilið 19.10-30.11.2021. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

  • 2108589 – Áshamar reitur 9.A, deiliskipulag

   Hamravellir ehf. lagði 20.8.2021 inn tillögu að deiliskipulagi Áshamars reit 9A. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 21.9.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitsins í samræmi við skipulagslög og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti ákvörðun skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29. sama mánaðar. Tillagan var auglýst 19.10.-30.11.2021. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

  • 2107307 – Áshamar reitur 1.A-2.A, deiliskipulag

   Varmárbyggð sótti 17.7.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulag í Hamranesi, Áshamar, reitur 1.A og 2.A. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 21.9.2021 að deiliskipulag reits 1.A og 2.A yrði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísaði til bæjarstjórnar til samþykktar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29. sama mánaðar. Erindið var auglýst tímabilið 19.10-30.11.2021. Engar athugasemdir bárust.

   Frestað.

  • 2106599 – Hamranes reitur 3.A, deiliskipulag

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10. ágúst 2021 fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 3.A og að hún yrði auglýst og vísaði til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfesti þann 12. ágúst 2021 afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 27.8 – 22.10.2021 Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 2.11.2021 að ræða við lóðarhafa og svara framkomnum athugasemdum.
   Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.11.2021 ásamt uppfærðri deiliskipulagstillögu reitar 3.A lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2108140 – Hringhamar reitur 25.B, deiliskipulag

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 24.8.2021 að auglýsa deiliskipulag reitar 25.B með vísan til tillögu 2. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti þann 1.9.2021 samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 10.9 – 22.10.2021 Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 2.11.2021 að ræða við lóðarhafa og svara framkomnum athugasemdum.
   Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13.12.2021 ásamt uppfærðri deiliskipulagstillögu dags. 8.12.2021 reitar 25.B lögð fram.

   Frestað.

  • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 6.10.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 13.10.2021. Tillagan var auglýst 19.10.2021-30.11.2021 og var athugasemdafrestur framlengdur til 9.12.2021. Athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda.

  • 2008399 – Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 21. september sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 18. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29. september sl. Tillagan var auglýst frá 22.10 – 3.12.2021. Athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda.

  Fundargerðir

  • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 103. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

  • 2111029F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 862

   Lögð fram fundargerð 862. fundar.

  • 2112008F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 863

   Lögð fram fundargerð 863. fundar.

Ábendingagátt