Skipulags- og byggingarráð

1. mars 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 753

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 9:15.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 9:15.

  1. Almenn erindi

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Lagt fram álit Skipulagsstofnunar dags. 22.2.2022 vegna matsskyldufyrirspurnar.

      Lagt fram.

    • 2012229 – Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi

      Skipulags- og byggingarráð vísaði á fundi sínum þann 1. febrúar sl. drögum að greinargerð vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2 til umsagnar umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar. Lögð fram uppfærð greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2202519 – Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi

      Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2111480 – Hádegisskarð 26, breyting á deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 30.11.2021 að grenndarkynna tillögu Kára Eiríkssonar fh. lóðarhafa dags. 10.11.2021. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í þrjú.
      Byggingarreitur færist um 1m í vestur. Stefna þaks breytist og verður austur-vestur í stað
      norður-suður. Tillagan var grenndarkynnt 20.12.2021-26.1.2022. Athugasemd barst. Lagt fram svar við athugasemdum.

      Stefán Már Gunnlaugsson vék af fundi við afgreiðslu 4. dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 26 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og Kára Eiríkssonar arkitekts og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2106230 – Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag

      Lögð fram uppfærð greinargerð vegna lóðar og spennistöðvar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða greinargerð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2202571 – Vikingastræti 2, breyting á deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar tillaga að uppbyggingu sem kallar á breytingu á deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera umsögn vegna fyrirliggjandi tillögu.

    • 2110307 – Hamranes reitur 4.A, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 24. nóvember 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur sex hæða íbúðarblokkum með 97 íbúðum. Á jarðhæð er gert ráð fyrir þjónustu og afþreyingu. Á lóð er heimilt að byggja 250m2 sameiginlegt garðhúsi. Gert er ráð fyrir að bílastæðin séu staðsett á lóð. Tillagan var auglýst frá 30.11.2021- 11.01.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram uppfærð greinargerð dags. 07.02.2022 þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga og athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 01.02.2022.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á aðalskipulagi Hafnarsvæðis verði auglýst og vísar til staðfestingar í Hafnarstjórn.

    • 2109653 – Miðbær, aðalskipulagsbreyting

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að texta kafla 2.2.2 um Miðbæ, svæði M1 er breytt. Kvöð um að allt rými á jarðhæðum innan svæðis M1 verði nýtt fyrir verslun,veitingahús og þjónustu er breytt í að allt rými jarðhæðar við Strandgötu, Fjarðargötu og Linnetsstíg innan svæðis M1 verði nýtt fyrir verslun, veitingahús og þjónustu. Tillagan var auglýst frá 06.12.2021-17.01.2022.
      Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á greinargerð aðalskipulags miðbæjar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2104436 – Smyrlahraun 41a, aðalskipulagsbreyting

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Breytingin felst í að landnotkun lóðarinnar Smyrlahraun 41a er breytt úr samfélagsþjónustu í íbúðarsvæði. Á reitnum er gert ráð fyrir að reisa búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga. Tillagan var auglýst frá 06.12.2021-17.01.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Smyrlahrauns 41a og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1604079 – Húsnæðisáætlun

      Húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2022 lögð fram.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar:
      Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, þá leiðir skýrsla húsnæðisáætlunar í ljós að lítið er um efndir. Samkvæmt miðspánni er gert aðeins ráð fyrir um 152 nýjum íbúðum árið 2022. Það er langt undir væntingum og í engu samræmi við málflutning meirihlutans um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði.
      Í áætluninni kemur þó fram sú staðreynd að íbúum fækkaði árið 2021 um 1% og er það í fyrsta skiptið síðan 1939 sem það gerist. Þetta gerist lengst af í góðæri og þegar mikil uppbygging á sér stað í nágrannasveitarfélögunum okkar. Samfylkingin vill lyfta Grettistaki i húsnæðismálum og tryggja eðlilegt framboð íbúðarlóða i Hafnarfirði. Það munu jafnaðarmenn gera að forgangsmáli við stjórn bæjarins eftir kosningarnar 14. maí næstkomandi.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

      Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru 236 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði í september 2021. Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar telur HMS vanmeta fjölda íbúða í byggingu í sveitarfélaginu þar sem fjöldi íbúða á matsstigi 1-5 voru 438 í desember 2021.

      Húsnæðisáætlun er mikilvægt verkfæri til að fá mynd af stöðu mála hverju sinni. Bregðast þar við bæði í nútíð og framtíð og tryggja í skipulagi að hægt sé að skipuleggja ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Nú er ljóst að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi er Vatnshlíðin eina nýbyggingarsvæði bæjarfélagsins til 2040 og er það nú þegar undir línum. Því er mikilvægt að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði endurskoðað með það fyrir augum.

      Núverandi meirihluta er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Það sést vel á þeirri kröftugu uppbygginu sem í gangi er í Skarðshlíð, þeirri uppbyggingu sem hafin er í Hamranesi, samþykktu deiliskipulagi í Áslandi 4 og framkvæmdum á þéttingarreitum víðsvegar um bæinn; Dvergsreit, Hrauntungu, Stekkjarbergi og Hjallabraut.

      Við þetta má bæta að sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja íbúðir fyrir alla í þeirri miklu uppbygginu sem nú er hafin í Hamranesi; uppbyggingu skóla, hjúkrunarheimilis og tengdri þjónustu.

    Fyrirspurnir

    • 2202578 – Suðurgata 44, fyrirspurn

      Þorsteinn Helgason fh. Nesnúps leggur 23.2.2022 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðar íbúðabyggðar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    Fundargerðir

    • 2202011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 872

      Lögð fram fundargerð 872. fundar.

    • 2202025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 873

      Lögð fram fundargerð 873. fundar.

Ábendingagátt