Skipulags- og byggingarráð

10. maí 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 759

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Bæjarstjórn samþykkti 9.3.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Suðurhöfn H1 verður að hluta til íbúðasvæði ÍB15 og miðsvæði M6 og M7. Flensborgarhöfn H2 breytist í miðsvæði M5. Ný smábátahöfn og 5m strandræma verður H6. Tillagan var auglýst tímabilið 16.3-27.4.2022. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda.

    • 2111309 – Hellnahraun 4, deiliskipulag

      Skipulagshöfundur mætir til fundarins og kynnir drög að deiliskipulagi Hellnahrauns 4.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2203705 – Hamranes reitur 29.B, deiliskipulag

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. leggur 25.3.2022 inn tillögu að deiliskipulagi reitar 29.B. Tillagan gerir ráð fyrir 2 húsum, annað 5 hæða með 25 íbúðum og hitt 4. hæða með 20 íbúðum. Neðanjarðar er bílageymsla tengd báðum húsum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 29.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2203157 – Þrastarás 7, deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa þann 8. mars sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn Kjartans Arnfinnssonar vegna breytingu á stærð lóðar. Erindið var grenndarkynnt 17.3.-20.4.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag lóðarinnar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Lóðarhafa bent á að leggja þarf inn til byggingarfulltrúa leiðrétta aðaluppdrætti.

    • 2204323 – Suðurgata 44, deiliskipulags breyting

      Nesnúpur ehf. leggur fram drög að breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og í stað þess byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Lóðamörk eru óbreytt.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2204357 – Strandgata 30, fyrirspurn

      Lögð fram til kynningar frumdrög vegna byggingarleyfis. Erindinu var vísað til kynningar í skipulags- og byggingarráð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2205094 – Straumur, afnot af landi fyrir bílastæði

      Lögð fram beiðni Sjónvers ehf. um afnot af landi vegna bílastæða.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2204076 – Álhella 1, framkvæmdaleyfi

      Lögð fram til kynningar umsókn Hringrásar ehf. dags. 2.5.2022 um framkvæmdaleyfi vegna sýnatöku á og við lóðina vegna fyrirhugaðrar starfsemi auk þess sem sótt er um stöðuleyfi vegna vinnubúða.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2201569 – Völuskarð 32, deiliskipulag, mál nr. 15 og 31 árið 2022, kæra

      Lögð fram kæra nr. 31/2022 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

      Lagt fram.

    • 2108449 – Vitastígur, umferðaröryggi, vistgata, breyting á götu

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að skoða skipulagssvæðið í heild sinni samkvæmt því sem kemur fram í meðfylgjandi umsögn.

    • 2205256 – Stekkjarberg 11, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram og kynnt tillaga að uppbyggingu á lóðinni Stekkjarberg 11.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2205270 – Áshamar 50, deiliskipulag

      Lagt fram til kynningar deiliskipulag lóðar Áshamars 50

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 107. fundar.

    • 2204014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 881

      Lögð fram fundargerð 881. fundar.

    • 2205004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 882

      Lögð fram fundargerð 882. fundar.

Ábendingagátt