Skipulags- og byggingarráð

28. júní 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 761

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Arnar Þráinsson varamaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varamaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 2206187 – Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag

      Lögð fram að nýju umsókn Eggerts Jónassonar f.h. Þarfaþing hf. um deiliskipulag lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi með verslun og þjónustu á jarðhæð og allt að 40 íbúðum á 2-5 hæð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, fyrir Áshamar 50, reit 6a, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2007341 – Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl sl. að auglýsa tillögu að textabreytingu greinagerðar deiliskipulagsins í Sléttuhlíð, athugasemdarfresti er lokið og engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    • 2201649 – Selvogsgata 3, breyting á deiliskipulagi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti 23.2.2022 að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Selvogsgötu 3. Breytingin snýr að nýjum byggingarreit fyrir geymslu 4,58×5,31m í NV-horni lóðar. Hámarkshæð geymslu er 2,35 m. Þak einhalla til suðurs. Stærð 24.3m2. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 3. júní 2022. Athugasemd barst.

      Afgreiðslu máls frestað.

    • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

      Lagt fram til samþykktar vegna athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun. Brugðist hefur verið við þeim.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2201064 – Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag

      Lagð er fram ný tillaga að deiliskipulagi, þar sem dregið er út sjónrænum áhrifum bílastæða. Skipulagshöfundur kynnir tillöguna.

      Frestað á milli funda.

    • 2206148 – Íshella 2, breyting á deiliskipulagi

      Óskað er eftir breytingu á núgildandi skipulagi Íshellu 2. Breytingin felur í sér stækkun á skilgreindum byggingarreit, hækkun vegghæðar og að fest sé í skipulagi núverandi aðkoma inn á lóðina samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 á kostnað lóðarhafa, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2206028 – Álhella 5, breyting á deiliskipulagi

      Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 5. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0.4 í 0.5, innkeyrslum er breytt og óveruleg stækkun byggingarreits.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 á kostnað lóðarhafa, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2205257 – Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag

      Nýjar og breytar teikningar lagðar fram þar búið er að fækka bílastæðum ofan jarðar og leiksvæði hefur verið flutt til.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, fyrir Hringhamar 10, reit 20b, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Minnum á kynningarfund á umhverfisskýrslu vegna uppbyggingar íþróttasvæðis Hauka sem haldinn verður miðvikudaginn 29. júní kl 17:00 að Norðurhellu 2

      Lagt fram

    • 2111310 – Óseyrarhverfi, deiliskipulag

      Kynningarfundur verður haldinn að Norðurhellu 2 þann 30.júní kl. 16:30 – 18:00. Skipulagshöfundar kynna nýtt deiliskipulag Óseyrarhverfis á Suðurhöfn.

      Lagt fram.

    • 2204323 – Suðurgata 44, deiliskipulags breyting

      Farið yfir kynningarfund sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenni Suðurgötu 44.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagssviði að eiga samtal við hönnuð, í samræmi við umræður á íbúafundi.

    Fundargerð

    • 2206018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 888

      Lagt fram.

    • 2206011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 887

      Lagt fram.

Ábendingagátt