Skipulags- og byggingarráð

8. september 2022 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 765

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23.8.2022 um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árin 2023-2026.

      Lagt fram.

    • 2206161 – Íbúðir fyrir eldra fólk

      Lagðar fram tillögur sviðsins um mögulegar staðsetningar á íbúðum fyrir aldraða.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögum sviðsins.

    • 2208015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038

      Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir vinnu við aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar skipulagsfulltrúa að leita verðtilboða.

    • 2109216 – Kapelluhraun, vegstæði

      Tekin til umræðu uppbygging tengivega í Kapellu- og Hellnahrauni.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera frumathugun að vegstæðum eins og þau eru sett fram í tillögu Mannvits frá 3.9.2022.

    • 2208542 – Hamranes, farsímamastur, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi Hamranesnámu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð undir farsímamastur. Stærð lóðar verði 64m2 og byggingarreitur 36m2. Hæð masturs er 12 metrar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hamranesnámu vegna farsímamastur og vísar erindinu til staðfstingar í bæjarstjórn.

    • 2111309 – Hellnahraun 4, deiliskipulag

      Skipulagshöfundur mætir til fundarins og kynnir drög að deiliskipulagi og greinargerð vegna nýs deiliskipulags Hellnahrauns 4.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2209117 – Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi gatna, stíga, stofnanalóða og veitna í Hamranesi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 2.9.2022 að deiliskipulagi gatna, stíga, stofnanalóða og veitna í Hamranesi verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga um að hafin verði deiliskipulagsvinna vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og breytinga á deiliskipulagi Óla Run túns og Þorlákstúns.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og deiliskipulagi Hvaleyrarholts suðausturs vegna þéttingu byggðar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka mikilvægi grænna svæða í Hafnarfirði sem stuðla að bættri lýðheilsu, útivist og gæðum byggðar. Með nýrri byggð á Óseyrarsvæðinu mun íbúum svæðisins fjölga og um leið eykst þörfin eftir grænum svæðum. Samfylkingin leggur til að stofnaður verði starfshópur sem skoði möguleika umræddra svæða í samráði við íbúa Hafnarfjarðar og aðra hagaðila. Starfshópurinn skoði tvo valkosti: útivistarsvæði og sambland að útivistarsvæði og íbúðabyggð en sérstaklega hvernig styrkja megi svæðin með gróðri, leiksvæðum og aðstöðu til útivistar. Starfshópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir lok árs.

    • 2201385 – Gráhelluhraun, nýtt deiliskipulag

      Skipulagshöfundur mætir til fundarins og kynnir stöðu vinnu við deiliskipulag Gráhelluhrauns.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst 2022 var samþykkt að stofnaður yrði starfshópur sem myndi vinna að hjólastefnu bæjarins. Drög erindisbréfs lagt fram sem og tillaga að skipan hópsins.

      Erindisbréf er í vinnslu og verður sett undir málið um leið og skjalið verður tilbúið.

      Lagt fram.

    • 2202519 – Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi

      Lögð fram tillaga um að fella niður framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingarráðs 1.3.2022 og staðfest í bæjarstjórn 9.3.2022.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fella útgefið úr gildi þar sem greinargerð sem tilgreind er í 14. gr. skipulagslaga vegna útgáfa framkvæmdaleyfis lá ekki fyrir og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2209339 – Djúpgámar

      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna djúpgáma.

      Lagt fram.

    Byggingarleyfi

    • 2208528 – Álhella 1, byggingarleyfi

      Erindi Sigurðar Einarssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að byggja tækja- og stjórnhús fyrir málmtætara. Teikningar unnar af Sigurði Einarssyni dagsettar 18.08.2022 bárust 23.08.2022.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 108. fundar.

    • 2208009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 894

      Lögð fram fundargerð 894. fundar.

    • 2208016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 895

      Lögð fram fundargerð 895. fundar.

Ábendingagátt