Stjórn Hafnarborgar

24. júlí 2015 kl. 10:00

í Hafnarborg

Fundur 332

Mætt til fundar

  • Pétur Gautur Svavarsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra stjórnarmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn í stað bæjarstjóra og Marín Hrafnsdóttir menningar – og ferðamálafulltrúi.

Ritari

  • Ólöf K Sigurðardóttir forstöðumaður

Auk ofangreindra stjórnarmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn í stað bæjarstjóra og Marín Hrafnsdóttir menningar – og ferðamálafulltrúi.

  1. Almenn erindi

    • 1004383 – Hafnarborg, framtíðarsýn

      Lögð fram til afgreiðslu stefna Hafnarborgar 2015-2020.

      Sú stefna sem nú er samþykkt af hálfu stjórnar hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið og hafa margir komið að mótun hennar, jafnt stjórnendur sem fulltrúar annarra menningarstofnana og íbúa. Undirbúningur vinnunnar hófst 2011 og byggði á eldri stefnu. Sett fram skýr stefna og framtíðarsýn fyrir menningar- og listamiðstöðina Hafnarborg og lögð áhersla á að öll starfsemi Hafnarborgar sé markviss og í sátt við hagsmunaaðila.

      Í stefnunni er litið til samfélagslegs hlutverks safna og annarra menningarstofnana og lögð áhersla á gildi sem gera stofnuninni fært að mæta síbreytilegum aðstæðum og í raun vera í fararbroddi nýsköpunar á starfssviði hennar. Horft er til þeirra grunngilda sem stofnunin byggir á, ekki síst til gjafabréfs þeirra hjóna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur.

      Á grundvelli stefnunnar hefur jafnframt verið tekinn saman aðgerðalisti yfir einstök verkefni og þau skilgreind nánar.

    • 1309279 – Hafnarborg - Ráðning forstöðumanns

      Rætt um væntanlega ráðningu nýs forstöðumanns Hafnarborgar og drátt sem orðið hefur á því að staða sé auglýst. Sviðsstjóri upplýsti að ráðgert væri að vinna að ráðningunni með aðstoð ráðningarskrifstofu. Stjórnin leggur áherslu á að henni sé haldið upplýstri um gang mála.

    • 0905207 – Hafnarborg, viðhald og framkvæmdir

      Framkvæmdir eru hafnar sem miða að því að nýta rými safnsins betur í þágu gesta, einkum barna og fjölskyldna. Vonast er til að þeim ljúki í júlí. Verkefnið nýtur stuðnings úr Safnasjóði.

    • 1102237 – Hafnarborg, önnur mál

      Umræður spunnust um listaverk í opinberu rými og mikilvægi þess að skýrt verklag sé haft að leiðarljósi.

Ábendingagátt