Stjórn Hafnarborgar

7. september 2017 kl. 16:30

í Hafnarborg

Fundur 346

Mætt til fundar

  • Pétur Gautur Svavarsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Líndal Haraldsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1605546 – Hafnarborg, breytingar á húsnæði

      Stjórn Hafnarborgar áréttar mikilvægi þess að viðunandi lausn verði fundin á geymslumálum Hafnarborgar. Mikilvægt er að það sé haft í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Í haust fer fram eftirlit safnaráðs með húsnæði og aðstæðum í safninu. Niðurstaða þess getur verið leiðbeinandi um þær úrbætur sem nauðsynlegar eru.

    • 1705460 – Hafnarborg, endurskoðun stefnu

      Unnið er að endurskoðun stefnu Hafnarborgar í samræmi við samþykkt 345. fundar. Rætt um vinnufyrirkomulag og aðkomu stjórnar. Unnið verður að málinu milli funda.

    • 1709103 – Hafnarborg - starfs- og fjárhagsáætlun 2018

      Farið yfir tillögur forstöðumanns um fjárhagsáætlun 2018. Sérstaklega rætt um aukin framlög til að greiða megi listamönnum fyrir þeirra vinnu í safninu, viðbótarframlög til tækjakaupa og innkaupa á listaverkum.

Ábendingagátt