Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. mars 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 154

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir

  1. Almenn erindi

    • 1202524 – Metaneldsneyti

      Sverrir Viðar Hauksson ráðgjafi mætti til fundarins og kynnti málefni metans.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1107101 – SSH, almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

      Einar Kristjánsson sviðsstjóri hjá Strætó bs mæti til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1110182 – Strætó bs, leiðakerfisbreytingar 2012

      Lögð fram umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir umsögn sviðsins að sinni og felur sviðinu að svara erindinu.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Bæjarráð samþykkir á fundi sýnum 2. febrúar sl. að beina því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs og sviðsstjóra,að undirbúa nú þegar kostnaðar-, framkvæmda- og tímaáætlun vegna frjálsíþróttahús í Kaplakrika, í samræmi við fjárheimildir ársins auk undirbúnings útboða á þeim hluta verksins sem miðast að því að loka húsinu. $line$

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að undirbúa kostnaðar-, framkvæmda- og tímaáætlun vegna frjálsíþróttahús í Kaplakrika.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað: Bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2012 liggi fyrir sem fyrst þannig að ljóst verði hvernig skipting fjármagns milli nýframkvæmda verður á árinu.

    • 1202518 – Frístundarbílinn, framtíð hans

      Lagt fram erindi Hópbíla varðandi framtíð Frístundabílsins.

      Erindinu er frestað milli funda.

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð nr. 295.

      Lagt fram.

Ábendingagátt