Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. apríl 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 157

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Einnig sátu fundinn Sigurður Páll Harðarson og Sigurður Haraldsson Framkvæmdarsviði

Ritari

  • SH

Einnig sátu fundinn Sigurður Páll Harðarson og Sigurður Haraldsson Framkvæmdarsviði

  1. Almenn erindi

    • 1202518 – Frístundarbílinn, framtíð hans

      Tekið fyrir að nýju.

      Eftir næstum þriggja ára tilraunaverkefni, er ljóst að fjöldi notenda, auk styrkja og stuðnings fyrirtækja, stendur ekki undir rekstri Frístundabílsins. Því samþykkir Umhverfis- og framkvæmdaráð að hafnar verði viðræður við Strætó bs um að auka innanbæjarakstur með það fyrir augum að þjóna börnum og ungmennum sem taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Sérstaklega verði hugað að því að þjónustufulltrúar verði starfandi á þessum leiðum frá kl. 13:00 – 20:00 á virkum dögum.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar aðstandendum Frístundabílsins óeigingjarnt frumkvöðlastarf við að koma til móts við foreldra barna með það að markmiði að minnka notkun einkabílsins og kynna börnum og unglingum í Hafnarfirði kosti þess að nota almenningssamgöngur. Forsvarsmenn Frístundabílsins hafa brotið blað með þessu mikilvæga frumkvöðlastarfi, þannig að til þess er horft víða að af landinu.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar erindinu til Bæjarráðs með ósk um aukafjárveitingu til að koma til móts við haustönnina 2012.$line$$line$Samþykkt með 3 atkvæðum, frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri græn. Tveir Fulltrúar Sjáfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og framkvæmdarráði leggja til að gengið verði til samninga við Fulltrúa Frístundarbílsins um áframhaldandi samstarf á grundvelli hugmynda félagsins um samning fyrir skólaárið 2012/2013. Ekki er fullreynt á aðeins tveimur árum að verkefnið geti orðið sjálfbært. Sú leið er hagkvæmari fyrir bæjarfélagið og gefur ráðrúm til þess að að huga samhliða breytingum á leiðarkerfi Strætó innan Hafnarfjarðar.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þá niðurstöðu að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna standi ekki með því frumkvöðla starfi sem fyrirtæki og einstaklingar í bænum hafa unnið með því að gera Frístundabílinn að veruleika og hafa haldið því starfi gangandi síðastliðin 2 ár.$line$Þjónusta Frístundabílsins hefur verið kærkomin fyrir ungmenni og fjölskyldur bæjarins. Frístundabíllinn hefur auðveldað börnum og ungmennum að stunda frístundir sínar og auðveldað og minnkað áhyggjur foreldra þar sem hann veitt örugga og góða þjónustu þar sem börnin eru í fyrirrúmi.$line$Þjónusta Frístundabílsins er líka gott dæmi þess hvernig fyrirtæki og einstaklingar geta tekið sig saman og veitt þjónustu sem þörf er fyrir í samfélaginu og sýnir um leið hversu mikið fyrirtækin í bænum eru tilbúin að leggja á sig og leggja fram fé og annan stuðning við að koma hugmynd í framkvæmd. Hafnarfjarðarbær hefur styrkt verkefnið með því að kosta þjónustufulltrúa í bílunum en að öðru leyti hefur verkefnið verið fjármagnað og styrkt af fyrirtækjum í bænum og hóflegu gjaldi sem fjölskyldur hafa haft tækifæri á að fá niðurgreitt að stórum hluta hjá bönkum og fyrirtækjum í bænum. $line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja þakka þeim fyrirtækjum sem tekið hafa þátt í verkefninu fyrir þeirra framlag við að auðvelda fjölskyldum bæjarins að stunda frístundir og um leið minnka umferð og kostnað við akstur barna.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja bættar almenningssamgöngur og þjónustu Strætó í bæjarfélaginu en hafna þeirri leið sem Samfylkingin og Vinstri grænir hafa valið.

    • 1106059 – Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna

      Farið yfir viðhaldsþörf á sambýlum.

      Lagt fram.$line$$line$Við yfirfærslu á málefnum fatlaðra komu inn til fasteignafélagsins um 1500 fm til umsjónar. Framkvæmdaráð vekur athygli á að að takmarkað fjármagn er til viðhalds þessara eigna og huga þarf að framtíðarlausn í viðhaldsmálum málaflokksins. $line$ $line$

    • 1204035 – Efnislosun

      Losun á jarðefni af nýbyggingarsvæðum í landi Hafnarfjarðar.

      Við lokun tippsins hafa komið fram ábendingar frá húsbyggjendum í Hafnarfirði sem mikilvægt er að taka tillit til.$line$Meginþungi í framkomnum athugasemdum lýtur að þeim kostnaðarauka sem lengri vegalengd til losunar leiðir af sér.$line$Við lokun tippsins hafa komið fram ábendingar frá húsbyggjendum í Hafnarfirði sem mikilvægt er að taka tillit til.$line$Meginþungi í framkomnum athugasemdum lýtur að þeim kostnaðarauka sem lengri vegalengd til losunar leiðir af sér.$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir þeim tilmælum til starfsmanna sviðsins að fundin verði tímabundin lausn innan bæjarmarka Hafnarfjarðar til þess að taka á móti jarðefnum af nýbyggingarsvæðum í landi Hafnarfjarðar, meðan fundin er varanleg lausn fyrir húsbyggjendur á svæðinu. $line$Kostnaður bæjarins verði lágmarkaður með föstum greiðslum fyrir þjónustuna.$line$Samhliða verði hafin vinna við varanlega lausn vegna losunarjarðefnum af nýbyggingarsvæðum innan bæjarmarkanna.$line$Lögð er áhersla á að þetta er sértæk lausn vegna byggingarframkvæmda innan bæjarmarkanna og markmið lausnarinnar er að skerða ekki samkeppnishæfni bæjarins vegna þess kostnaðarauka sem losun með lengri vegalengd hefur í för með sér.$line$

Ábendingagátt