Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. maí 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 159

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 10103538 – Hraunavík, útrásarlögn, bótakrafa

      Anna Jörgensdóttir lögmaður mætti til fundarins og fór yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra og lögfræðingi bæjarins að halda áfram með málið.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram niðurstaða útboðs Íþróttamiðstöðin Kaplakrika – Áfangi 4, Frjálsíþróttahús – lokun húss. $line$Einnig lagðar fram fundargerðir bygginganefndar nr. 100 og 101. $line$Lögð fram umbeðin gögn skv. útboðsgögnum frá lægstbjóðanda VHE ehf.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til bæjarráðs lið 4a í 101. fundargerð byggingarnefndar.

    • 1204382 – Steyptar gangstéttir 2012- nýframkvæmdir

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda.

    • 1204381 – Steyptar gangstéttir 2012 - viðhald

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda.

    • 1204191 – Vorhreinsun 2012

      Tekið til umræðu að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Vorhreinsun 2012 verði með sama hætti og í fyrra. Vorhreinsun verður 7. og 8. maí.

    Fundargerðir

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir 2012

      Lagðar fram fundargerðir

      Lagt fram.

Ábendingagátt