Umhverfis- og framkvæmdaráð

20. júní 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 162

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1205274 – Hamranesnáma - landmótunarsvæði

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að hafa umsjón með svæðinu.

    • 1110306 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Lögð fram niðurstaða útboðs á rafmagni fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar Umhverfis- og framkvæmdasviði að semja við lægst bjóðanda, Fallorku ehf.

    • 1205271 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, mikilvægi Frístundabílsins

      Lagt fram erindi Foreldraráð Hafnarfjarðar varðandi mikilvægi Frístundabílsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar bréfið. Lagt er til að boðað verði til fundar með foreldraráði Hafnarfjarðar þar sem farið verður yfir niðurstöður málsins.$line$Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Valdimar Svavarsson, ítrekar vonbrigði sín með að samstarfi við Frístundabílinn hafi verið hætt í stað þess að gefa verkefninu lengri tíma til að sanna sig.

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram 301. fundargerð.

      Lagt fram.

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram 170. fundargerð

      Lagt fram.

Ábendingagátt