Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. mars 2013 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 181

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Fundinn sátu einnig Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

  1. Almenn erindi

    • 1303189 – Reykjanesbraut undirgöng við Hvaleyrarholt, framkvæmdaleyfi

      Kynnt fyrirhuguð framkvæmd Vegagerðarinnar í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ á nýjum undirgögnum undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1302328 – Grænir skátar, söfnunargámar fyrir drykkjarumbúðir

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Grænum skátum að setja upp söfnunargáma inn á grenndarstöðvum sem er í bænum. Beiðni um fjárstuðning er hafnað. Jafnframt er Grænum skátum bent á að þeir þurfa að sækja um leyfi hjá þeim sem eru lóðarhafar hverjum stað fyrir sig.

    • 1205105 – Götusópun 2012

      Óskað er eftir að framlengja verksamning við Hreinsitækni ehf um eitt ár.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár. Götusópun verður boðin út næsta haust.

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Tekið til umræðu.

    • 1301440 – Reykjanesfólkvangur, skipan stjórnar og fjárhagur

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til Umhverfisteymisins til skoðunar. Jafnframt er lögfræðilegri hlið málsins vísað til lögfræðiteymissins.

    • 1009022 – Leiksvæði, aðalskoðun

      Lögð fram tilboð vegna aðalskoðunar leik- og grunnskólalóða í Hafnarfirði. Fræðsluráð mælir með því að farið verði í aðalskoðun grunn- og leikskólalóða.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Umhverfi og framkvæmdum að leita samninga við lægst bjóðanda, BSI hf til 3 ára.

    • 1303177 – Vorhreinsun 2013

      Vorhreinsun í Hafnarfirði verður dagana 6. og 7. maí en þá daga munu starfsmenn bæjarins hreinsa garðaúrgang frá íbúum.

    Fundargerðir

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 19. fundar.

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð 315. fundar.

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lagðar fram fundargerð 177. 178. og 179. fundar sem liggja á heimasíðu Strætó bs http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/

Ábendingagátt