Umhverfis- og framkvæmdaráð

3. apríl 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 182

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

  1. Almenn erindi

    • 1302327 – Hafravellir, gangstéttalagnir

      Tekið fyrir að nýju.

      Sjá bókun við mál nr. 2 á dagskránni.

    • 1004116 – Vellir 5, Vellir 6, Ásland 3 og Skipalón, götukassar

      Tekið til umræðu.

      Lögð fram endurskoðuð áætlun um frágang steyptra stétta á Völlum 6 og í Áslandi 3. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að sá hluti framkvæmdanna sem átti að fara fram á árinu 2014 fari fram á árinu 2013. Með því verður lokið við við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru við frágang steyptra stétta í nýjum íbúðahverfum á tímabilinu 2013-2014. Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar erindinu til bæjarráðs.

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Tekið fyrir að nýju. Lagður fram úrskurður í máli nr 37/2012 Kubbur ehf gegn Hafnarfjarðarkaupstað dags 26. mars 2013. Jafnframt lagður fram tölvupóstur lögmanns Íslenska gámafélagsins dags. 2. apríl 2013 þar sem þeir greina frá því að þeim munu óska eftir endurupptöku málsins hjá Úrskurðarnefndinni. Ólafur Helgi Árnason lögmaður mætir til fundarins.

      Staða málsins kynnt.

    • 1111200 – Strandgata, ný húsagata

      Kynnt fyrirhugað útboð á endurgerð á Strandgötu við hús nr 79-85 og nýja húsagötu þar við. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við Vegagerðina.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1304011 – Umgengis- og öryggismál opinna leiksvæða

      Tekið til umræðu.$line$$line$

    Fundargerðir

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 20.fundar.

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir 2012

      Lagðar fram fundargerði í júní, október 2012 og febrúar 2013.

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerði nr 316.

Ábendingagátt