Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. apríl 2013 kl. 11:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 183

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Fundinn sátu einnig Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

  1. Almenn erindi

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Lagður fram tölvupóstur dags 3. og 4. apríl 2013 frá Forum lögmenn f.h. Íslenska gámafélagsins þar sem farið er þess á leit við Hafnarfjarðarbæ að hann fresti því að semja meðan kærunefndin afgreiðir kröfu Íslenska Gámafélagsins.

      Erindinu er hafnað og er sviðsstjóra falið að svara erindinu.

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Fyrir liggur í úrskurði kærunefndar útboðsmála 26.mars 2013 í máli nr.37/2012.$line$$line$”Felld er úr gildi ákvörðun kærða, Hafnarfjarðarkaupstaðar, þess efnis að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboði kærða “Hafnarfjörður-sorphirða 2013-2021″$line$$line$$line$

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við Kubb ehf. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1304062 – Vegmerkingar í Hafnarfirði 2013-útboð

      Lögð fram niðurstað útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda Veg-verk ehf.

    • 1304061 – Malbiksyfirlagnir í Hafnarfirði 2013 - útboð

      Lögð fram niðurstað útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda Hlaðbæ-colas ehf.

    • 1304060 – Malbiksviðgerðir í Hafnarfirðir 2013-útboð

      Lögð fram niðurstað útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda Malbik og völtun ehf.

    • 1304059 – Gangstéttir í Hafnarfirðir 2013 - útboð

      Lögð fram niðurstað útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda Sam verktaka ehf.

Ábendingagátt