Umhverfis- og framkvæmdaráð

28. ágúst 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 191

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Dagbjört Rún Guðmundsdóttir varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir - skýrsla

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir úttektina.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$Ósk fulltrúa sjálfstæðisflokksins skv. bókun 17.10.2012 um að fram færi óháð úttekt á framkvæmdinni var sett fram í þeim tilgangi að varpa ljósi á helstu ástæður þess að framkvæmdin er ekki í samræmi við upphaflegar áætlanir. $line$Framlögð skýrsla um framkvæmd Frjálsíþróttahúss sem unnin er af starfsmönnum bæjarins varpar ákveðnu ljósi á verkferla og vinnslu verksins en er ekki sú óháða úttekt sem óskað var eftir.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG vilja árétta að þegar ákveðið var að fara í þessa samantekt á þessari tilteknu framkvæmd hafi alltaf legið fyrir, að ef í henni komið fram atriði sem þyrfti að skoða nánar, hefði ekki verið til fyrirstöðu að láta skoða þá þætti af óháðum aðila. $line$Úttekt þessi er byggð á opinberum gögnum og hefur ekkert þar komið fram sem kallar á frekari skoðun.$line$Undirritaðir þakka fyrir vandaða vinnu við þessa úttekt.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Á fundi menningar- og ferðamálanefndar 19. ágúst 2013 var eftir farandi bókað: “Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir að sviðið Umhverfi og framkvæmdir vinni að útfærslu í samráði við menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir tilsett tímamörk. Eins verði sett í forgang að finna áningarstað fyrir útskotsskilti við innkomun í bæinn við Reykjanesbraut. Ýmsir kostir ræddir.”$line$Marín Hrafnsdóttir menningar og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar mætti til fundarins og kynnti málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sviðið fari í þessa vinnu með Menningar- og ferðamálafulltrúa. Lögð verði fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir 2013-2015 í lok september.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til minnisblaðs lögfræðiteymisins og tekur undir efasemdir sem þar koma fram.

    • 1306109 – Reykjanesfólkvangur, samstarfssamningur

      Tekði fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í Stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangsins fyrir sitt leiti.

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Tekið til umræðu stækkun kirkjugarðsins. Samþykkt var nýtt deiliskipulag fyrir garðinn í júlí 2013.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísa verkefninu til fjárhagsáætlunar 2014.

    • 1305346 – Foreldraráð - frístundaakstur

      Lagt fram erindi Foreldraráðs Hafnarfjarðar sent í tölvupósti 27. maí 2013 varðandi öryggi barna í frístundaakstri Strætó bs. Lagt fram minnisblað frá Strætó bs og Umhverfis- og framkvæmdasviði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblöð.

    • 1303542 – Málþing um Búrfellshraun og Guðmund Kjartansson jarðfræðing

      Kynnt skilti sem áætlað er að verði sett upp við Bala í Búrfellshrauni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð nr.322

      Lagt fram.

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lagðar fram fundargerðir nr. 182, 183 og 184 fundar sem liggja á heimasíðu Strætó bs http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/

      Lagt fram.

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lagðar fram fundargerðir nr.25 og 26.

      Lagt fram.

Ábendingagátt