Umhverfis- og framkvæmdaráð

25. september 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 194

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfi og framkvæmdum að ræða við fulltrúa Kirkjugarðanna.

    • 1309499 – Brekkuá 19, gangstétt og bílaplan

      Tekið fyrir erindi lóðarhafa í Brekkuási 19 dags. 23. sept 2013 þar sem óskað er eftir að bílastæði og veggur sem fer inná gangstéttarsvæði bæjarins fái að halda sér.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að bílaplan verði óbreytt, en veggur styttur til að öryggi gangandi og hjólandi verði tryggður. Einnig til að tryggja aðgengi tækja vegna snjómoksturs og sópun gangstétta.

    • 1309501 – Skautasvell

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð felur umhverfi og framkvæmdum að skoða möguleika varðandi uppsetningu á skautasvelli í bænum.

    • 1309439 – Ljósleiðaralagnir í Hafnarfirði

      Héðin Þorsteinsson frá Mílu hf mætti til fundarins og kynnir ljósleiðaravæðinu fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu sem og stöðuna í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna. Míla hf. stefnir á að öllum tengingum við ljósveitu á íbúasvæðum verði lokið 2014.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð nr.324.

      Lagt fram.

Ábendingagátt