Umhverfis- og framkvæmdaráð

9. október 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 195

Mætt til fundar

  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson varaformaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Sigurður Haraldsson
  1. Almenn erindi

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Fulltrúar Kirkjugarðsins mæta til fundarins.

      Hjalti Jóhannsson og Arnór Sigurðsson fóru yfir þörf fyrir grafreiti/duftreiti í Hafnarfirði. Umhverfis- og framkvæmdarráð felur sviðinu að gera drög að samningi við Kirkjugarðana um greiðsluskiptingu. Þá er sviðinu falið að hefja undirbúning að framkvæmdum með fyrirvara um fjárveitingu. Ráðið vekur athygli á að nauðsynlegt er að fundið verði nýtt svæði fyrir kirkjugarða í aðalskipulagi.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lagðar fram fundargerðir verkefnastjórnar um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis við Hádegisskarð, nr. 1-9. Einnig lagðar fram fundargerðir hönnunarfunda nr. 1-3. Á fundinn mætir Erlendur Árni verkefnisstjóri nýframkvæmda og fer yfir stöðu hönnunar.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1309476 – Snjóbrettamót við Linnetsstíg

      Lagt fram erindi Aðalsteins Valdimarssonar varðandi það að halda snóbrettamót í miðbæ Hafnarfjarðar.$line$Málinu var vísað til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdasviðs á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa 25. september s.l.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu að haft verði samráð við hagsmunaraðila á svæðinu.

    • 1309607 – Umhverfisstofnun og náttúruverndarnefndir, ársfundur 2013

      Haldinn verður ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda í Garðabæ þann 24. október.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram 27. fundargerð

      Lagt fram

Ábendingagátt