Umhverfis- og framkvæmdaráð

20. nóvember 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 200

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1310277 – Hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla

      Jón Björn Skúlason frá Nýorku ehf mæti til fundarins og gerði grein fyrir aðferðu sem miðar að aukningu á notkun innlendra orkugjafa í samgöngum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að settur verður á laggirnar starfshópur til að vinna umhverfisvæna samgöngustefnu fyrir Hafnarfjörð. Jafnframt er lagt til að leitað verði til OR um að sett verði upp hraðhleðslustöð í Hafnarfirði.

    • 1309501 – Skautasvell

      Tekið til umræðu uppsetning á færanlegu skautasvelli í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2014.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Lögð fram tillaga að útfærslu á skilti við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna að skilti við iðnaðarhverfin og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2014.

    • 1311016 – Gangbraut-Já takk, umferðarátak FÍB

      Lagt fram erindi Félags Íslenskra bifreiðaeiganda varðandi verkefnið Gangbraut – Já takk sem FíB hefur verið með í gangi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábeningarnar. Þessa dagana er Mannvit verkfræðistofa að vinna að samræmdum leiðbeiningum um gerð gönguþverana. Leiðbeiningarnar eru unnar fyrir styrk úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Þær eru unnar í samstarfi Vegagerðarinnar, Samgöngustofu, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtökum sveitarfélaga og Mannvits. Erindinu er jafnframt vísað til undirbúningshóps umferðarmála.

    • 1311154 – Betri Hafnarfjörður, lögð fram hugmynd af samráðsvefnum, Skautasvell á Thorsplan

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar í lið 2 í fundargerðinni.

    • 1311158 – Betri Hafnarfjörður, hringstígur umhverfis Hafnarfjörð, bæði hjóla- og göngustígur.

      Tekið til umræðu.

      Sviðsstjóri fór yfir verkefnið og bendir á að verkefnið er langtíma verkefni hjá sveitarfélaginu. Nú í ár hefur verið unnið mikið í gerð stíga og tenginga í sveitarfélaginu í samvinnu við Vegagerðina.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir mætti til fundarins undir þessu máli.

    • 1311184 – Landgræðsluverðlaun 2013

      Lagt fram erindi Landgræðslu ríkisins dags 12. nóvember 2013 þar sem tilkynnt er að Hafnarfjarðarbæ verði veitt Landgræðsluverðlaun 2013 við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti föstudaginn 29. nóvember n.k. kl 15:00.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar viðurkenninguna og mun fulltrúar sveitarfélagsins mæta.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð nr.327

      Lagt fram.

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð stjórnar frá 30. okt 2013.

      Lagt fram.

Ábendingagátt