Umhverfis- og framkvæmdaráð

15. janúar 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 203

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Á fundinn mætir Erlendur Árni Hjálmarsson verkefnisstjóri og fer yfir stöðu á hönnun Hjúkrunarheimilis. Einnig lagðar fram hönnunarfundargerðir nr. 13-15 og fundargerðir verkefnisstjórnar nr. 16 og 17.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

    • 1311112 – Grænfána- og Bláfánaverkefni

      Gerður Magnúsdóttir og Salome Hallfreðsdóttir hjá Landvernd mætu til fundarins og kynnir verkefnin.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna. Ráðið hvetur Hafnarstjórn og Fræðsluráð til af fá kynningu á verkefninu.

    • 1305286 – Vellir umhverfismál

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætir til fundarins og fer yfir gróður og græn svæði á Völlunum.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna og óskar eftir að lögð verði fram 3 ára áætlun um grænkun Valla í samræmi við deiliskipulag.

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Tekið til umræðu.Til fundarins mætti Ishmael David.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna og fagnar þeim góða árangri sem er að nást í flokkun sorps.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því við bæjarráð að samþykkt hækkun sorphirðugjalda fyrir 2014 verði dregin til baka.

    • 1311303 – Samgöngustefna Hafnarfjarðarbæjar

      Tekið fyrir að nýju.

      Vinstri grænir tilnefna Gest Svavarson í starfshópinn og Sjálfsstæðisflokkurinn Helgu Ingólfsdóttur.

    Fundargerðir

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð 330. fundar.

      Lagt fram.

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð frá 16.des s.l. og skýrsla landvarðar fyrir 2013.

      Lagt fram.

    • 1309206 – Sorpa bs, fundargerðir eigendafunda 2013

      Lögð fram fundargerð 3. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt