Umhverfis- og framkvæmdaráð

29. janúar 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 204

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1401406 – Strætó bs, farþegatalning haustið 2013

   Einar Kristjánsson hjá Strætó mætir til fundarins og kynnir farþegatalningu Strætó haustið 2013.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lagðar fram fundargerðir Bygginganefndar nr. 111 og 112. Annar liður fundargerðar nr. 112, það er samþykkt Bygginganefndar er vísað til Umhverfis- og framkvæmdarráðs. Á fundinn mætir Erlendur Árni Hjálmarsson og fer yfir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Sport-Tæki um gólfefni í frjálsíþróttahús FH.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa til bókunar sinnar við samþykkt fjárhagsáætlunar 2014.

  • 1212133 – Snjórmokstur og hálkuvarnir

   Á fundinn mætir Halldór Ingólfsson og fer yfir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1401689 – Yfirlagnir, ósk um framlengingu á samningi 2013

   Lagt fram erindi Hlaðbær-Colas hf þar sem lýst er yfir vilja til að framlengja verksamning um yfirlagnir í Hafnarfirði. Verkið var boðið út vorið 2013 og var fyrirtækið þá lægstbjóðandi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu á grunni innkaupareglna Hafnarfjarðarbæjar.

  • 1311380 – Upplýsinga- og vegvísunarskilti

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Marko-merki hf um upplýsinga- og vegvísunarskilti við Hellnahraun.

  • 1312224 – Kanínur

   Lögð fram ályktun fulltrúa sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til SSH varðandi lausar kanínur á höfuðborgarsvæðinu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til SSH.

  • 1401405 – Reykjanesbraut - hljóðmön

   Lagt fram erindi Sigurðar Þ. Ragnarssonar varðandi hljóðmön og girðingar við Reykjanesbraut í Setbergi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að skoða málið í samvinnu við Vegagerðina.

  • 0901201 – Krýsuvík, samningur um beitarhólf

   Tekin til umræðu samningur sveitafélaganna Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar (Álftanes) og Landgræðslu ríkisins um beitarhólf í Krýsuvík frá 2009.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að gera drög að nýjum samningi.

  • 1401194 – Betri Hafnarfjörður, Ljósastaura og malbiksþurrð við fjölfarinn göngustíg.

   Ljósastaura og malbiksþurrð við fjölfarinn göngustíg $line$Erindi þar sem óskað er eftir því að bæta við ljósastaurum á fjölfarinn göngustíg við lækinn. Hluti hans milli undirganga (liggur við Lækjarkinn) ber aðeins einn staur. Einnig vantar malbik í sama stíg, sem liggur fyrir neðan staka gula húsið að undirgöngum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna. Næsta sumar er áætlað að malbika stíginn og bæta lýsinguna.

  • 1401193 – Betri Hafnarfjörður, Breyta róluvelli við Grænukinn í fjölskylduvænan garð

   Breyta róluvelli við Grænukinn í fjölskylduvænan garð $line$$line$$line$Við Grænukinn er staðsettur róluvöllur sem þjónar krökkunum í Kinnunum. Ástand vallarins er mjög slæmt; skakkar tröppur, gamlar hættulegar stálfestingar, glerbrot, biluð leikföng, brotin girðing og svo verður að nefna sandkassann sem er fullur af kattaskít. $line$$line$Hugmyndin er að hópur fólks úr hverfinu sameinaðist um hugmyndir til að breyta svæðinu í fjölskylduvænan stað. Ég sé fyrir mér leiktæki, grasblett, tré, bekki og borð og jafnvel grillaðstöðu þar sem krakkar og foreldrar geta hist.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna. Ráðið felur sviðinu að skoða málið frekar.

  Fundargerðir

  • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 30. fundar

   Lagt fram.

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

   Lagðar fram fundargerðir hönnunarfunda nr. 16 og 17.

   Lagt fram.

Ábendingagátt