Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. febrúar 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 205

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 0806097 – Heimasíða Hafnarfjarðarbæjar, ytri og innri vefur

      Upplýsingafulltrúi og vefstjóri mættu á fundinn og fóru yfir tölfræði tengda vefsvæðum bæjarins og fleira þeim tengdum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 0701089 – Capacent Gallup, viðhorfskönnun

      Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsinga- og kynningarfulltrúi mætti til fundarins og fór yfir helstu niðurstöður

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1401865 – Krýsuvík, uppgræðsla 2014

      Garðar Þorleifsson héraðsfulltrúi Landgræðslu ríksisns og Andrés Arnalds fagstjóri mættu til fundarins og kynntu skýrsluna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1401866 – Fuglalíf í Hafnarfirði 2013

      Jóhann Óli Hilmarson mætir til fundarins og kynnir úttektina.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 0712118 – Framkvæmdasvið, samþætting

      Sviðsstjóri fór yfir breytingar á starfsmannamálum á sviðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Tekin fyrir bókun fæðsluráðs frá fundi þeirra 10. febrúar s.l.:$line$”Lögð fram bréf annars vegar frá foreldraráði Hraunvallaskóla, leikskóla ásamt undirskriftalistum foreldra barna í Hraunvallaskóla, leikskóla og hins vegar bréf frá foreldrafélagi leikskólans Hvamms ásamt bæklingi um Vitaborg og Hamarsborg.$line$Ennfremur lögð fram mynd af skólasvæði Hraunvallaskóla.$line$$line$Tillaga:$line$”Vísað er til umfjöllunar fræðsluráðs um skólaskipan á Völlum 23.09.2013 þar sem kynntar voru tillögur sem síðan hafa verið til frekari úrvinnslu og skoðunar. Ennfremur er vísað til samþykktar ráðsins 13. janúar sl. þar sem samþykkt var að fresta ákvörðun um flutning lausra kennslustofa frá leikskólanum Hvammi að leikskólanum Hamravöllum. Í ljósi athugasemda sem fram komu og athugana sem gerðar hafa verið á möguleikum til að mæta þörf fyrir aukið húsnæði Hraunvallaskóla og til að mæta þörf fyrir leikskólapláss á Völlum samþykkir fræðsluráð eftirfarandi:$line$$line$1. Byggðar verði þrjár nýjar samtengdar lausar stofur á lóð Hraunvallaskóla á reit sem snýr að Fléttuvöllum. Grenndarkynningu og öðrum undirbúningi verði hraðað eins og kostur er þannig að stofurnar verði tilbúnar í góðum tíma fyrir næsta haust.$line$2. Hafinn verði undirbúningur að skipulagsbreytingu á lóð leikskólans Hvamms þannig að þær lausu stofur sem þar eru nú geti verið þar til frambúðar.$line$$line$Kostnaði vegna liðar nr. 1 verði mætt með því að fjármagn sparast þar sem ekki þarf að flytja lausar stofur frá Hvammi, með auknum tekjum bæjarsjóðs sem nú eru fyrirsjáanlegar og með frestun annarra framkvæmda. Fræðsluráð beinir þeim tilmælum til bæjarráðs og bæjarstjórnar að ganga frá nauðsynlegum samþykktum til að unnt verði að ráðast í ofangreindar framkvæmdir sem allra fyrst.”$line$

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hefja undirbúning á útboði á þrem nýjum lausum kennslustofum.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir erindið en vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fræðsluráði 10. febrúar sl.

    • 1309138 – Sólvangssvæði norður, deiliskipulag

      Vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs til umsagnar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar erindinu.

    • 1402014 – Strætó bs, leiðakerfið

      Lagt fram erindi Strætó bs varðandi vinnu við leiðarkerfisbreytingar 2015

      Lagt fram.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna drög að samkomulagi við Geymslusvæðið vegna gatnaframkvæmda.

    • 1402069 – Fjörður, bílakjallari

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðstjóra að fara í viðræður við umræddan aðila og vinna drög að reglum varðandi leigu á stæðum í kjallaranum.

    Fundargerðir

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð nr. 331.

      Lagt fram.

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð nr 31.

      Lagt fram.

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð frá 17. janúar 2014.

      Lagt fram.

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð nr 191. Sjá heimasíðu Strætó bs.

      Lagt fram.

    • 1309206 – Sorpa bs, fundargerðir eigendafunda 2013 og 2014

      Lögð fram fundargerð 4. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt