Umhverfis- og framkvæmdaráð

23. apríl 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 210

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lögð fram drög að greinagerð frá stýrihóp um skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að gera minnisblað um skýrsluna og leggja fram á næsta fundi.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      Tekið til umræðu.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1404222 – Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt

      Lagt fram erindi frá stjórn Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar vegna fjögurra íbúða sem Hafnarfjarðarbær hefur íbúðarrétt á.

      Ekki er hægt að svara framkomnu erindi án þess að fram fari úttekt á starfsemi Hafnar. Greina þarf ástæður fyrir uppsöfnuðuðum rekstrarvanda og skoða með hvaða hætti hagsmunir íbúðaréttarhafa verði best tryggðir. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að svara erindinu.$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fulltrúi stjórnar Hafnar komi á næsta fund og fari yfir málið.

    • 1404154 – Kaldárselsrétt

      Lagt fram erindi Íshesta varðandi réttina í Kaldárseli.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að skoða erindið í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið.

    • 1305286 – Vellir umhverfismál

      Lögð fram tillaga

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1404194 – Malbiksyfirlagnir 2014

      Lögð fram tilboð í Malbiksyfirlagnir 2014.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægstbjóðanda, Hlaðbæ-Colas.

    • 1404128 – Betri Hafnarfjörður, Vallarhverfi einföld skíða- og sleðabrekka

      Koma upp einfaldri skíða og sleðabrekku á Völlunum, til dæmis í Grísanesi. Það þyrfti bara að hreinsa grjót, sá grasfræi eða tyrfa og vökva vel á eftir og kannski koma upp 1-2 ljósastaurum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til Skipulags- og byggingaráðs.

    • 1404123 – Betri Hafnarfjörður, Betri bílastæði og klósett - Helgafell

      Gera bílastæði (sambærilegt því sem er fyrir þá sem ætla að ganga á Esjuna) fyrir göngugarpa sem ætla að ganga á Helgafell. Einnig væri frábært að setja upp klósett.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til Skipulags- og byggingaráðs.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Vísað til ráðsins frá fræðsluráði.

      Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að skoða málið milli funda.

    • 1302006 – Íþróttamannvirki í eigu Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaga, Eignaskiptasamningar

      Erlendur Árni Hjálmarsson fer yfir stöðu mála.

      Kynnt var staða verkefnisins. $line$Eignaskiptasamningar eru grunndvöllur rekstrarsamninga bæjarfélagsins við íþróttafélögin. Mikilvægt er að vinna við eignaskiptasamninga verði lokið sem fyrst. Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir til Fjölskylduráðs að sett verði í gang vinna við greiningu til að tryggja framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja. Litið verði til stærðar hverfa, nýtingar og þörf til framtíðar.

    Fundargerðir

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lögð fram fundargerðir verkefnisstjórnar nr.19-21.

      Lagt fram.

Ábendingagátt