Umhverfis- og framkvæmdaráð

13. ágúst 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 216

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Ritari

  • Sigurður Haraldsson Sviðsstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1305286 – Vellir umhverfismál

      Á fundinn mættu Ishmael David og Berglind Guðmundsdóttir og fóru þau yfir tillögur að umhverfi Valla.$line$

      Rætt um verkefnið og málinu frestað á milli funda.

    • 1402014 – Strætó bs, vinna við leiðakerfisbreytingar 2015

      Farið yfir verklag vegna leiðakerfisbreytinga Strætó.

      Helga Ingófsdóttir fór yfir verklag vegna breytinga á innanbæjarakstri Strætó.

    • 1406409 – Hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014

      Vísað frá Skipulags- og byggingarráði til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð tekur jákvætt í erindið og mun Umhverfi og framkvæmdir vinna að verkefninu með Skipulags- og byggingarsviði. Einnig verði skoðað hvort möguleiki sé að setja fjármagn í verkefnið.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lögð fram skýrsla um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

      Vatnsveitustjóri fór yfir verkefnið og kynnti það. Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og er sviðsstjóra falið að fá aukinn frest til athugasemda vegna málsins. Einnig er óskað eftir að fá kynningu frá SSH. Málinu frestað milli funda.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Vatnsveitustjóri fer yfir málið.

      Umhverfis og framkvæmdarráð samþykkir umsögn Vatnsveitustjóra og leggur áherslu á að umbeðin aukin vatnstaka Kópavogs og Reykjavíkur sé óásættanleg vegna neikvæðra áhrifa sem það hefur á vatnsból og umhverfi Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt